Mér líður svo vel...
......undanfarna daga hef ég reynt að einbeita mér að öllum jákvæðu hlutunum í kringum mig. Þeir eru ótrúlega margir skal ég segja ykkur :-)
Þessi einfalda hugarfarsbreyting hefur haft mikið að segja.
Það hljómar kannski kjánalega - en ég hef fundið miklu meiri ró innra með mér.
Það er óhollt fyrir líkama og sál að láta alla skapaða hluti fara í taugarnar á sér.
...þó er ég ekki að segja að maður verði að vera alla daga einsog Sólheima ræktuð Pollýanna.....
Bara prófa að vera svolítið meðvitaður um að hlutirnir eru sjaldnast eins slæmir og þeir virðast. Og sjá að í kringum okkur er frábært fólk - fallegir litir OG SÚKKULAÐI :-D
......já og auðvitað fleiri mjögsvo magnaðir hlutir.....
Fyrir nokkrum tíma síðan keypti ég mér DVD Jóga-disk fyrir byrjendur. Er búin að nota hann EINU SINNI ! ...verkefni disksins síðan þá hefur verið að safna ryki. Og ástæðan sem ég gaf sjálfri mér fyrir að þessu nýja hlutskipti disksins, var sú að ég ætti ekki jógamottu. (?) ...jebb, maður er snillingur.
Hef nú lofað sjálfri mér því að nota hann að minnsta kosti einusinni í viku. Ooooog brátt líður að því að Sunnfríður festi kaup á korti í Átaki. En það verður einmitt flottasta líkamsræktastöðin á Akureyri von bráðar - og sætti ég mig ekki við neitt minna þarsem ég verð líka flottust ! *hóst* .....háleit markmið hafa aldrei drepið neinn - að framfylgja þeim hefur hinsvegar komið ýmsum í koll.
....ætla bara hægt af stað. Fá plan sem hentar mér og njóta þess að rækta líkamann og taka passlega á, ...semsagt ekki reyna að drepa mig einsog um daginn á Bootcamp námskeiðinu. Sjettt...
Já, batnandi mönnum er best að lifa.
Myndin hér fyrir neðan sýnir mig í framtíðinni að njóta innhverfrar íhugunar á velvöldum grösugum stað.
(vá löng setning)
Love & Peace,
-Sunna.
......undanfarna daga hef ég reynt að einbeita mér að öllum jákvæðu hlutunum í kringum mig. Þeir eru ótrúlega margir skal ég segja ykkur :-)
Þessi einfalda hugarfarsbreyting hefur haft mikið að segja.
Það hljómar kannski kjánalega - en ég hef fundið miklu meiri ró innra með mér.
Það er óhollt fyrir líkama og sál að láta alla skapaða hluti fara í taugarnar á sér.
...þó er ég ekki að segja að maður verði að vera alla daga einsog Sólheima ræktuð Pollýanna.....
Bara prófa að vera svolítið meðvitaður um að hlutirnir eru sjaldnast eins slæmir og þeir virðast. Og sjá að í kringum okkur er frábært fólk - fallegir litir OG SÚKKULAÐI :-D
......já og auðvitað fleiri mjögsvo magnaðir hlutir.....
Fyrir nokkrum tíma síðan keypti ég mér DVD Jóga-disk fyrir byrjendur. Er búin að nota hann EINU SINNI ! ...verkefni disksins síðan þá hefur verið að safna ryki. Og ástæðan sem ég gaf sjálfri mér fyrir að þessu nýja hlutskipti disksins, var sú að ég ætti ekki jógamottu. (?) ...jebb, maður er snillingur.
Hef nú lofað sjálfri mér því að nota hann að minnsta kosti einusinni í viku. Ooooog brátt líður að því að Sunnfríður festi kaup á korti í Átaki. En það verður einmitt flottasta líkamsræktastöðin á Akureyri von bráðar - og sætti ég mig ekki við neitt minna þarsem ég verð líka flottust ! *hóst* .....háleit markmið hafa aldrei drepið neinn - að framfylgja þeim hefur hinsvegar komið ýmsum í koll.
....ætla bara hægt af stað. Fá plan sem hentar mér og njóta þess að rækta líkamann og taka passlega á, ...semsagt ekki reyna að drepa mig einsog um daginn á Bootcamp námskeiðinu. Sjettt...
Já, batnandi mönnum er best að lifa.
Myndin hér fyrir neðan sýnir mig í framtíðinni að njóta innhverfrar íhugunar á velvöldum grösugum stað.
(vá löng setning)
Love & Peace,
-Sunna.
5 Comments:
hahahaa!
Be aware, Yogi bear!
sé þig í Balance tímum í Átaki. Þangað til, farðu varlega í prósakið...
jiiii þú ert svo andlega þenkjandi eitthvað og skemmtileg! hahaha en þetta er alveg rétt hjá þér, ég er einmitt alltaf á leiðinni aftur í jógað, það er sko mannbætandi og bara eins og andleg næringarinnspíting beint í æð að stunda jóga!!!
góður pistill Sunnfríður.. en þetta er alveg rétt - hugarfarið skiptir ótrúlega miklu máli, getur gert stór mál að litlum og lítl mál að stórum
Knús, Frú Inx
Elskulega Sunnubarn fer reglulega inn á heimasíðuna þína og hlæ vel og lengi, þú er skemmtilegur penni. Velkomin í Pollýönnuklúbbinn, sú stúlka klikkar aldrei. Við höfum verið nánar vinkonur til fjölda ára. XX Ásdís fræ
ó já Sunna, þetta er svo rétt sem þú skrifur. ég ætla samt ekki stunda jóga, en kannski bara sitja og horfa út í loft. það finnst mér gott. ég veit ekki alveg hvort þetta sé að hugleiða eða ekki... horfa út í loft. hver veit. kannski er ég búin að hugleiða allt mitt líf án þess að vita það.
jæja, nú verð ég að drekka hindberja-boozt sem ég bjó til. namminamm
Skrifa ummæli
<< Home