þriðjudagur, janúar 02, 2007

GLEÐILEGT NÝTT ÁR !!!

Árið 2007 er gengið í garð.
Ég er full eftirvæntingar og bjartsýni. Þetta er verður gott ár - ég er viss um það.

Gamlárs var stórskemmtilegt.
Við borðuðum útí sveit hjá tengdó, sauðnautasteik og hátíðarkjúkling með ýmsu góðgæti. Svo brunuðum við í bæjinn og horfðum á skaupið (sem var fínt by the way) og sprengdum flugeldana.
Það var rosa gaman að fagna nýju ári í nýja fallega húsinu okkar Árna.

Svo var spilað laaaaangt frameftir með tilheyrandi vínsmökkun, gríni og glensi :-)
____________________________________________________________

Í dag er síðasti dagurinn minn í vinnunni fyrir vetrarfrí.
Byrja ekki að vinna aftur fyrren 24. Janúar :-D ...sem verður að teljast eðall.
Sérstaklega þarsem ég fer til Kúbu í millitíðinni með mínum heittelskaða.
Jemundur minn og Pétur hvað ég er orðin spennt !



.......ætli ég reyni ekki að blogga eitthvað smá áður en ég læt mig hverfa til Karabískahafsins :-)

Ciao,
-Sunnita.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég held þú sért snillingur..!

'krakkbarn'..

12:46 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ohhh you lucky bitches! Gledilegt nytt ar elskan min og eg rett vona ad thu hafir tekid upp skaupid fyrir mig!! Takk fyrir godar stundir a lidnu ari.. hlakka til ad hitta ykkur i vor!:)

5:53 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta verður sko toppár - ekkert minna!!

Hættu svo að tala um þessa Kúbu - ég held það verði hundleiðinlegt hvort eð er...

*ÖFUND*

hehehe
knús, Frú Inga Birna

11:26 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Kúba...man...hefði ekkert á móti því að liggja í leti á Kúbu!! En gleðilegt nýtt ár!! ...og við sjáumst vonandi í mars...verð á Akureyri í einhvern tíma í mars út af rannsóknarverkefninu mínu :)

9:56 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ætlarað vera endalaust á kúbu þaddna?

3:08 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

eg vil nu fara ad fa ferdasoguna, stelpuskjata! Eg tok mig til og bloggadi... skora a thig ad gera slikt hid sama!;) Gefa ferdalongum i utlondum eitthvad til ad lifa fyrir.. hehe

8:12 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

HVAR ERTU STELPA??
MISS YOU..
Frú Inga

9:24 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home