sunnudagur, desember 24, 2006

Aðfangadagur !!!

Jibbííí skibbííí... ég er svo spennt að ég bara get varla skrifað. Það skrjáfar svo fallega í öllum pökkunum heima.. þeir hvísla : "sssssunna.. opnaðu mig..." ...en ég er búin að vera mjög dugleg. Það hafa engir pakkar "óvart opnast" ! Ótrúlegt !

Svo er besti hlutur EVER að gerast í vinnunni... Fengum riiiisa Macintosh dollu og ENGINN borðar minn mola. Undursamlegt. Kraftaverkin gerast svo sannarlega um jólin.

Ég hlakka mikið til að geta bloggað um jólagjafirnar mínar. Það ríkir líka sérstök spenna í sambandi við eina þeirra.. sem er síðan kannski ekki einusinni til. Hahahaha... Ég og Árni vorum búin að ákveða að gefa hvort öðru bara kokteil á Kúbu (erum að fara eftir 15 daga) og þessvegna engan pakka núna.
Svo er dýrið (Árni) búinn að vera að stríða mér undanfarið með einhverjum sögum um pantanir frá Rússlandi, KGB demantshringa og svoleiðis. .....meiri ruglukollurinn.
Ég ætla nú samt ekki að búast við neinu... nema jú kokteilnum á Kúbu :-)

....ég leitaði að jólalegri mynd á veraldarvefnum - en fann enga sem mig langaði að nota. Skelli því þessu vídjói hér inn í staðinn. Njótið vel.



Gleðileg jól elsku fólk,
Hafið það sem allra best og megið þið öll finna ljósið innra með ykkur.

*knús*
-Jóla-Sunna.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

OMG sko - ég er búin að blogga um jólagjafirnar mínar.. þvílík spenna sko.. við hjónin erum eins og litlu börnin... þvílíkt skemmtilegt að rífa upp pakkana :)

Jólaknús sæta mín

Frú Inga

12:48 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home