HÓ HÓ HÓ !
Ég er aaalveg að verða búin með svona helsta jólaundirbúninginn. Skrifa jólakortin og pakka inn öllum stóóórkostlegu gjöfunum og skreyta heimilið.
Þetta er svakalega skemmtilegt. Ég ætla að reyna að baka aðeins líka :-) We´ll see.
Mér finnst hressandi að það sé farið að spila jólalögin á fullu.
Þau eru nú mörghver hálf ruglingsleg samt... Ég skil t.d. ekki þessa setningu :
"Ég kemst í hátíðarskap - þó úti séu snjór og krap."
......er snjór ekki jólalegur ? Það finnst mér að minnsta kosti.
Svo fatta ég ekki framhjáhaldsjólalagið "Ég sá mömmu kyssa jólasvein." :-)
Já þau eru mörg og misjöfn. Maður á sér sín uppáhalds. Mín eru t.d. "Snjókorn falla", og af einhverjum ástæðum hef ég alltaf haldið uppá lagið úr Home Alone "All alone on Christmas", svo má auðvitað ekki gleyma "Santa Baby" með Madonnu ! Úúúú og Boney M jólasullið. Það er hressandi.
Hér er svo eitt mjög skemmtilegt :
Já dúfurnar mínar, það styttist í ljósanna hátíð
*sæluandvarp*
-Sunnusveinn.
Ég er aaalveg að verða búin með svona helsta jólaundirbúninginn. Skrifa jólakortin og pakka inn öllum stóóórkostlegu gjöfunum og skreyta heimilið.
Þetta er svakalega skemmtilegt. Ég ætla að reyna að baka aðeins líka :-) We´ll see.
Mér finnst hressandi að það sé farið að spila jólalögin á fullu.
Þau eru nú mörghver hálf ruglingsleg samt... Ég skil t.d. ekki þessa setningu :
"Ég kemst í hátíðarskap - þó úti séu snjór og krap."
......er snjór ekki jólalegur ? Það finnst mér að minnsta kosti.
Svo fatta ég ekki framhjáhaldsjólalagið "Ég sá mömmu kyssa jólasvein." :-)
Já þau eru mörg og misjöfn. Maður á sér sín uppáhalds. Mín eru t.d. "Snjókorn falla", og af einhverjum ástæðum hef ég alltaf haldið uppá lagið úr Home Alone "All alone on Christmas", svo má auðvitað ekki gleyma "Santa Baby" með Madonnu ! Úúúú og Boney M jólasullið. Það er hressandi.
Hér er svo eitt mjög skemmtilegt :
Já dúfurnar mínar, það styttist í ljósanna hátíð
*sæluandvarp*
-Sunnusveinn.
5 Comments:
djöf.. er ég sammála með sum jólalögin.. það er enginn metnaður - bara spurning um að það rími!
Knús Jólastelpa, Frú Inga
Ohhh jólin... besti tími ársins:) Get ekki beðið eftir að vera búin í þessum djö prófum til að geta farið að skreyta og baka og svona:) Þið fáið samt ekki jólakort frá okkur í ár:( Gleymdist alveg að fara með Marín í jólamyndatöku og ég bara hreinlega nenni ekki að eyða tíma í að skrifa þau viku fyrir jól... og hana nú!!
Ekki gleyma ef ég nenni með Helga Björns... svo fallegt... þó það sé ekkert jólalegt:)
Knús til þín:)
Halldóra
Ég mæli með jólalaginu Fairytale of New York með The Pouges. Það er alveg garanteraður jólafílingur!
Kv.
Hólmar
Oooohhhhgg Sunna! Jólasveinninn er pabbinn;-)
kv. Margrét
já - en krakkinn veit það ekkert Margrét...hann heldur að kjéllinginn sé bara slefandi upp í einhverja skeggjaða feitabollu! Hvernig tilfinning heldurðu að það sé nú fyrir lítið barn?? Ég fengi sko áfall....
En hey- Sunnfríður, kemurðu eitthvað í siðmenninguna yfir jólin? Við Biggi vorum að spá í að hitta bæði "börnin" okkar.. semsagt koma þeim saman yfir hátíðarnar...
Kv. Frú Inx
Skrifa ummæli
<< Home