mánudagur, desember 04, 2006

20 DAGAR...

Til jóla :-)

Helgin er búin að vera voðalega notaleg. Hössi og Ragnhild komu til okkar á laugardaginn og ætla að stoppa fram í miðja viku. Með í för var auðvitað litli fallegi drengurinn þeirra - sem verður 3ja vikna á morgun.
Hann er ææææææði !!!

Í gær fór ég með Ástu og Hlyn í smá jólaleiðangur.
Fengum okkur ís og kíktum í Blómaval. Ég ætlaði að kaupa mér aðventukrans og fann einn mjög flottan. Svo ruddist framhjá einhver jussu sveitakelling og tók hann !!! ...og ég sagði ekki neitt. Algjör auli.
Keypti bara fallegar englaseríur í staðinn :-)
Svo skreytti ég smá þegar ég kom heim, voðalega kósý.
Ásta og Hlynur komu svo í mat. Alveg snilld að hafa allt þetta góða fólk hjá sér á sama tíma. Við sátum yfirleitt öll brosandi með störu á litla barnið.

Svo hrúguðum við okkur í sófann og horfðum á video. Yyyyndislegt.

Það er orðið afskaplega jólalegt í Höfuðstað Norðurlands. Búið að skreyta ljósastaurana og setja fullt af jólaseríum á trén í miðbænum. Mér finnst það svo gaman :-D
Svo er búið að kveikja á stóra jólatrénu á Ráðhústorgi :



bless í bili,
-Sunnsa.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hihi, nú erum við þrjú hérna í höllinni ykkar. mmm notalegt. okkar lilla svaf svo vel og mér okkur liður mjög vel!! mmmmm

já það var ROSA kósy í gærkvöldi. notalegt x 1000. sjáumst Sunna!

11:04 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ohhh... ég sakna akureyrar á jólatímanum..! ;)

þú passar upp á hana fyrir mig!
sjáumst svo hressar sooner than later crazyeyes. ;)

7:16 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Thu attir bara ad kyla helvitis kellinguna!

3:12 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir helgina ljúfan mín. Hún var yndisleg. Love you ; *

6:25 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home