mánudagur, nóvember 20, 2006

Guð...

...Jens Guð.

Ég tjékkaði hann inn áðan. Hann er ...tja.. öðruvísi.
Fyrir ykkur sem ekki vitið hver hann er þá er hann tónlistar spekúlant (eða eitthvað) - skrifaði meðal annars "Poppbókina".

Ég er hálfrugluð eftir helgina. Fórum á alveg sæmilega hressandi djamm á föstudaginn, ég er að verða of gömul fyrir þetta bull ! Nú er komið að því að róa sig niður :-) Og svo var ég að vinna aðfaranótt laugardags - þota frá Express að fara.
Í gær var ég svo alveg steikt - vildi bara sofa og sofa.
Mætti fyrr í vinnuna í dag og sé fram á allsvakalega vinnuviku. Úff - bara einn dagur frí þangað til á mánudaginn.
Jebb - hef grun um að ég verði orðin ansi þreytt þá :-) ..tólf tímar alla dagana.

Svo er ég að reyna að vera dugleg í ræktinni.
Finnst alltaf svo gott þegar ég er búin... það er bara svo erfitt að drulla sér af stað. Sérstaklega eins og veðrið er búið að vera. Ég lét samt stórhríðina í síðustu viku ekki aftra mér.
Og nú er ekkert að veðrinu svo ég hef engar afsakanir... enda er þetta líka bara gaman.

Fann tvær sætar myndir af einni af mínum uppáhalds skvísum. Giselle Bundchen.
Ohh... hún er svo pretty :-) Það gleður hjarta mitt að horfa á hana.





Takk fyrir mig í dag,
Þarsem ég verð að vinna svona mikið á næstunni þá megið þið eiga von á alltof mörgum svona pistlum - tilgangslausum pistlum.
Garrra lovvv ðemm maður !

-Sunna.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ohh, hún er æðisleg.. ég hef oft fengið að heyra að við séum rosalega líkar - gaman að því!!





(hahahhhahahhahahahahaha)

Kv. Frú Inga

12:47 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home