miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Tímabundið gæludýr...

Það er grænlensk stelpa í heimsókn hjá okkur. Algjört krútt.
Hún heitir Pernille, er tvítug og uppáhaldsliturinn hennar er svartur. ...held ég - hún er allavega alltaf í svörtum fötum... úúú kannski elskar hún bara hljómsveitina ?!
Hún kemur með mér í vinnuna og er að læra á bókunarkerfið okkar. Rosa dugleg.
Hún er frá Ittoqqortormiit (Scoresbysund) og eins og alþjóð ætti að vita þá var ég þar í apríl á þessu ári og varð hreinlega ástfangin af landi og þjóð.



Ég get nú annars voða lítið tjáð mig um hana Pernille okkar að öðru leyti.
...nema jú.. hún geymir tannburstann sinn í sturtunni :-o

Planið er svo að skralla aðeins með henni um helgina.
Afmæli hjá Benna á lau. "Redneck-þema" ..yeahhh ! ..hehehe.. það verður fróðlegt að sjá útganginn á sumum.

Veit ekki hvort ég píni grænlendinginn í búning.
Eru þeir ekki hinir einu sönnu redneckar norðursins ?? ..eða eru það kannski færeyingar frekar ??

Kannski eru það bara við íslendingar...
Maður spyr sig.

kærar selkjötskveðjur,
-Sunnooqqwa.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

er hún semsagt gæludýrið þitt?

en hey - við erum sko ekki rednekkar norðursins - held að grænlendingar og færeyingar deili bara titlinum. svei mér þá

Þeir eru jafnir

Kiss kiss, Frú Inga

2:55 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

guð minn góður Sunnfríður - þú VERÐUR að setja inn myndir úr Redneck partýinu!! This I have to see :þ

Þetta er eitt besta þema sem ég hef heyrt um.. verst að ég heyrði það ekki FYRIR brúðkaupið.. það hefði sko verið töff brúðkaup..
REDNEKK BRÚÐKAUP

K.v Frú Inga

10:17 f.h.  
Blogger Sunna said...

já shiiiiit - það hefði verið snilld ! Þú í ógisslegum galla-brúðarkjól og kúrekastígvélum.. hahahaha...

10:55 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

nákvæmlega.. með aflitað hár og sígó

11:25 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

12:40 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

SO! We meet again, Sunzilla!

Ég verð að hrósa þér fyrir að sjá í gegnum mitt Djöfulega ráðabrugg um bana þér í matarboðinu um daginn. Aðgerð “elda-svo-góðan-mat-að-sunna-étur-á-sig-gat-og-Springur”, misheppnaðist. Vel gert., vel gert Ég vanmat augljóslega getu matartgatsins. Ég get víst bara huggað mig það að þú varðst veik í einhvern tíma. Ó-gleði!
Það er þó enn von. Mér heyrist að það verði rematch á laugardaginn þegar þú kemur í partý. Ég heyri ennfremur að þú munir mæta með liðsauka. Þann sem þeir kalla Grænlendinginn. Gott og vel. Þið munið öll lúta lægra haldi fyrir Fatso. S.U.N.N.A.(SpecialUnNaturalNerdAssociation) og meðlimir hennar, erkióvinir Fatso munu deyja!... eða verða veik daginn eftir.
SIGUR!
MúhhaMúhaaaamúhaaaaaaaaa

(ps. nenniru að koma með lakkrísrör á laugardaginn?)
:o)

1:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

HA HA HA HA HA HA HA HA

Sunna, hvaða snillingur er nú þetta??

Kv. Frú Inga

1:24 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vupti, gad vide hvad alle disse ord der står her på siden ikke? Hvad er der med hendes tandbørste?

ikke not ekki...
hendes bedste ven fra Ittoqqortoormiit..

12:55 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home