Ahhh.....
...laaaangt blogg ...það var hrein dásemd að fá litlu syz og kjéllinn hennar í heimsókn um síðustu helgi.
Föstudagur: Þau voru svo dugleg að keyra norður. Komu með fullt af dóti til mín sem ég var ekki enn búin að flytja.
Mamma sendi líka algjöran eðalpakka með þeim.
ÉG Á BAMBUS GUFUSUÐUPOTT !!! Jibbí skibbí :-) ....er búin að vera alveg tryllt síðan ég sá Mörthu Stewart-þátt um daginn sem snérist allur um að gufusjóða.
Já, Herrar mínir og Frúr, Martha sannfærði mig um að maður verður hreinlega fallegri og hamingjusamari ef maður borðar gufusoðinn mat. Hahahahahaha...
Þegar Helena og Heimir voru loksins komin opnuðum við smá bjór og tókum "túr" um slotið.
Gránufélagsgata 33 sló auðvitað í gegn enn og aftur :-) ...við eigum svo fallegt heimili. Aahhhh....
Svo var kjaftað aðeins frameftir og Ástan mín kær og Hlynskinn hennar kíktu líka við.
Ásta var svo sniðug að snúa uppá handlegginn á frænda sínum og láta hann keyra norður. Sniðug stelpa :-)
Allavega, við fórum bara snemma í háttinn... enginn vildi fara með mér á latinokvöld á Vélsmiðjunni.
Alveg furðulegt. Hahahaha... NOT.
Laugardagur: Vöknuðum næstum á óskristilegum tíma. Mjög dugleg !
Helena og Heimir fóru í ´minningaferð´ til Ólafsfjarðar. Heimir bjó þar þegar hann var minni.
Árni var hetja og fór útá Björg að gera eitthvað nytsamlegt, t.d. kláraði hann að tæma sínar gömlu vistarverur.
Ég, Ásta og Hlynur fengum okkur ís og fórum í Blómaval að skoða dýrin. ...sáum margt fróðlegt einsog ógeðis-glæra froskinn sem var einsog hrár kjúklingur.. *hrollur*. Gleymi honum aldrei !
Um kvöldið blés Árni svo í matreiðslulúðrana og töfraði fram dýrindis dinner.
...þetta var svo góður matur að við borðuðum okkur meðvitundarlaus.
Tók marga klukkutíma að koma liðinu í samt lag aftur.
Ég missti t.d. málið - það er mjöööög ólíkt mér ! .....en mig dreymir um endurtekningu á þessari matseld.... ég er svo vel "gift".
Eftir umtalsverða innhellingu á áfengi hresstist mannskapurinn. Parketið fékk sannarlega að finna fyrir ógleymanlegum danssporum - hoppi, og annarri kátínu sem tjáð var með hreyfingum.
Árni dansaði uppá borði... Meeeeeeen, það var svo gaman.
Dansinn færðum við svo á Kaffi Amour. Er viss um að þar þarf að skipta um gólfefni í vikunni - slík var dansgleðin hjá okkur.
Sunnudagur: ...uuuuu.... Sumir tóku til - aðrir sváfu *hóst*
Svo var kveðjustund.
Minns var leiður þegar lille syz var farin :,-(
En í dag er ég aftur orðin glöð :-)
.....I am a rollercoaster ride of emotions......
hehehe
__________________________________________________
AF FRIÐÞJÓFI: Jæja loksins gat höfðinginn séð sér fært að mæta. Hann stoppaði reyndar bara eina nótt, en tók hana svo sannarlega með trompi. Hann át náttúrulega yfir sig af kjúlla einsog við hin.
Friðþjófur er líka einn af þeim sem finnst einstaklega gaman að skála, og gerði hann það í gríð og erg.
Hrósaði Frosta fyrir gott val á samferðafólki (af því það er ekki pólískt rétt að segja "eigendur") og ég veit ekki hvað og hvað.
Hann og Frosti kíktu svo á Rocco.
Rokksveitin 'Læðurnar´ var að spila.
Held að þeir hafi nú ekki farið til dansa, heldur bara farið til að kjafta og reykja vindla.
Eitthvað hafa þeir nú líka drukkið því á Sunnudagsmorguninn fann ég Friðþjóf inní geymslu og náði þessari líka skemmtilegu mynd af honum :_________________________________________________________
......tja, ég veit ekki með ykkur.. En ég brosti útí annað :-)
-Sunna.