föstudagur, mars 02, 2007

Jíííííhhaaaa.....

On the top of the world...
Top of the line...
Top of the pops
Topgear...
Top eða bottom ?

Ég er allavega komin með topp aftur... ahhhhh....
Svo fallegt skal ég segja ykkur ! Er ekkert smá ánægð :-)

Ótrúlega fyndið að í kínversku spádómskökunni minni sem ég fékk í gær stóð : "You´re on the way to the top"
....og ég nýbúin að klippa á mig topp ! ÓÓÓÓótrúlegt :-) hehehe...



Nú er helgin alveg að koma og margir kætast. Ég er hinsvegar að vinna alla helgina.
Annað kvöld er svo árshátíð Flugfélags Íslands. Við hérna á vaktinni minni erum sannir víkingar og fljúgum suður með síðustu vél, skellum okkur á árshátíð og tökum svo fyrstu vél norður á sunnudagsmorgunn - og mætum í vinnuna. Snilldin eina.

Ég verð líka að segja að ég er í frábærri vinnu. Mórallinn er magnaður, starfið fjölbreytt... og það er að bresta á með alvarlegri flugdellu hjá henni Sunnfríði. Hver veit nema maður skelli sér í einn eða tvo flugtíma í sumar ;-)



Góða helgi sveppirnir mínir,
-Sunna, topp skvísa.

þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Aaahhh....

Voðalega var nú gaman að koma til Reykjavíkur. Hitta famelíuna, rúnta á Laugaveginum og fara í Ikea og svona ;-)
Berglind hans brósa míns var snillingur og lánaði mér bílinn sinn. Það gerði veru mína í borginni auðvitað margfalt þægilegri.

Landsþingið var líka skemmtilegt - það sem ég sá af því. Ótrúlegt hvað það eru margir rauðhærðir í Vinstri Grænum ! Já ! Ég tók alveg sérstaklega eftir því. Setningarræðan hans Steingríms var alveg frábær. Maðurinn er náttúrulega eldklár og bráðfyndinn.
Ég verð þó að segja að ég er ekki sammála honum og fleirum í flokknum, í sambandi við klámráðstefnuna ÓGURLEGU :-)
Kannski er það af því ég er ekki femínisti heldur jafnréttismanneskja ? Ég hef t.d. ekki heyrt einu orði minnst á alla "aumingja" karlmennina sem er "neyddir" til að leika í klámmyndum. Bara talað um að þetta sé niðrandi fyrir konur... Isss, segji ég, flestar þessar skækjur velja þetta sjálfar. Leggjast meiraðsegja undir hnífinn til að eiga meiri möguelika á að FÁ að leika í einni blárri.
Ég er ekki að sveipa þennan bransa neinum dýrðarljóma eða segja að hann sé sakleysislegur. Það leynast auðvitað rotin epli í mörgum ávaxtakörfum. Fólk er meiraðsegja misnotað við framleiðslu á strigaskóm. Er barnaþrælkun ekki ólögleg á íslandi ?
Yfirvöld hljóta því að verða að meina forsvarsmönnum Nike að heimsækja landið ! :-)

Maður getur auðvitað ekki verið sammála öllu sem flokkurinn manns segir - enda ekki gott að trúa í blindni og skoða ekki hlutina gagnrýnum augum.

Eeeen að öðru.
Frændi hans Árna í Slóveníu, hann Matjaz, var að fá sér hvolp. Hann bað um hjálp við að finna nafn fyrir dýrið - sem er tík.
Nafnið má vera íslenskt, en þarf auðvitað vera þægilegt í framburði :-)

Hugmyndir ?



Takk og bless,
-Sunna.