miðvikudagur, október 18, 2006

Draumur í dós....

Helena systir mín fór á kostum núna í morgun.
Hún var að segja mér frá draumnum sem hana dreymdi í nótt.

Ég var flutt í rosalega hippakommúnu í London og Helena var að koma að heimsækja mig. Hún hafði unnið einhverja keppni og verðlaunin voru að vera kynnir í breska idolinu.

Greyið þurfti að gista uppí hjá mér og einhverjum gaur sem leit út einog Jesú.
Og stelpurnar í kommúnunni voru að þefa af hárinu á henni og sögðu að það væri blóma- og hnetulykt af því.
Svo um nóttina þegar við vorum að fara að sofa í kojunni hringdi einhver í mig og sagði að það væri allt að verða brjálað niðri.
Við fórum niður og það voru allir dansandi.
Og ég sagði : "Gvuð, þau eru að dansa djæf ! Þau hafa örugglega tekið Magna-töflur !"
....svo voru allir að deyja úr of stórum skammti af Magna-töflum.


Já, hvað finnst ykkur ? ..á ég að láta Helenu fá númer hjá góðum hauslækni ?
Nei, sennilega er það óþarfi.
The mind works in misterious ways.
Mig hefur t.d. dreymt alveg svakalega steikta drauma.

Einusinni dreymdi mig að Placido Domingo væri kærastinn minn. Svo stal Rakel vinkona honum frá mér og allan næsta dag var ég svaka fúl við hana...
hahahahaha :-)

______________________________________________________
AF FRIÐÞJÓFI:

Friðþjófur hringdi í Frosta í gær með svaka góðar fréttir.

Hann hafði unnið ferð fyrir tvo til Mallorka og vildi bjóða Frosta með !
...eeeeeen það gekk því miður ekki.
Frosti er í alveg hrikalegu skapi núna útaf þessu.
Vegna þess að hann gat ekki fengið frí hjá Leikfélaginu - þau eru að fara að frumsýna, þið skiljið.



Við Friðþjófur ætlum að reyna að láta okkur detta eitthvað glúrið í hug til að hressa hann við.
______________________________________________________

hilsen í bili,
-Sunna.

sunnudagur, október 15, 2006

Mér líður svo vel...



......undanfarna daga hef ég reynt að einbeita mér að öllum jákvæðu hlutunum í kringum mig. Þeir eru ótrúlega margir skal ég segja ykkur :-)
Þessi einfalda hugarfarsbreyting hefur haft mikið að segja.
Það hljómar kannski kjánalega - en ég hef fundið miklu meiri ró innra með mér.

Það er óhollt fyrir líkama og sál að láta alla skapaða hluti fara í taugarnar á sér.
...þó er ég ekki að segja að maður verði að vera alla daga einsog Sólheima ræktuð Pollýanna.....
Bara prófa að vera svolítið meðvitaður um að hlutirnir eru sjaldnast eins slæmir og þeir virðast. Og sjá að í kringum okkur er frábært fólk - fallegir litir OG SÚKKULAÐI :-D
......já og auðvitað fleiri mjögsvo magnaðir hlutir.....

Fyrir nokkrum tíma síðan keypti ég mér DVD Jóga-disk fyrir byrjendur. Er búin að nota hann EINU SINNI ! ...verkefni disksins síðan þá hefur verið að safna ryki. Og ástæðan sem ég gaf sjálfri mér fyrir að þessu nýja hlutskipti disksins, var sú að ég ætti ekki jógamottu. (?) ...jebb, maður er snillingur.

Hef nú lofað sjálfri mér því að nota hann að minnsta kosti einusinni í viku. Ooooog brátt líður að því að Sunnfríður festi kaup á korti í Átaki. En það verður einmitt flottasta líkamsræktastöðin á Akureyri von bráðar - og sætti ég mig ekki við neitt minna þarsem ég verð líka flottust ! *hóst* .....háleit markmið hafa aldrei drepið neinn - að framfylgja þeim hefur hinsvegar komið ýmsum í koll.

....ætla bara hægt af stað. Fá plan sem hentar mér og njóta þess að rækta líkamann og taka passlega á, ...semsagt ekki reyna að drepa mig einsog um daginn á Bootcamp námskeiðinu. Sjettt...

Já, batnandi mönnum er best að lifa.

Myndin hér fyrir neðan sýnir mig í framtíðinni að njóta innhverfrar íhugunar á velvöldum grösugum stað.
(vá löng setning)



Love & Peace,
-Sunna.