laugardagur, september 30, 2006

...bráðum...

Ég fer fljótlega heim úr vinnunni.
Þá tekur við eldamennska. Ætla að malla grænmetislasagna handa Árna og gestunum okkar.
Þau eru núna í hestaréttum.... og ég bara að vinna :-(
Hefði svoooo viljað vera með !

Hittir alltaf svona á.

En á léttari nótum....
Helena litla systir er að hugsa um að koma í heimsókn um næstu helgi. Meeeeeeeen hvað það yrði gaman !

Svo er nú eiginlega komið að Frosta að fá gesti.

Kannski ég ætti að segja honum að hringja í Friðþjóf vin sinn og bjóða honum að kíkja.
Friðþjófur er nefnilega mjög hress. Hrókur alls fagnaðar og alltaf til í líflegar samræður.
Ég fann einmitt frekar nýlega mynd af honum. Hún var tekin í sumar í brúðkaupinu hjá Snotru og Högna.



Flottur :-) Hann kann að klæða sig þessi... ójá.

Bless í bili,
-S.

föstudagur, september 29, 2006

Athyglisvert...

Ég "googlaði" nafnið mitt og þetta er fjársjóðurinn sem ég fann :














Já, afar fróðlegt fannst mér :-)

Sunnfríður er að vinna alla helgina.. úújehh...
Hún ætlar samt að gera sér smá glaðan dag á laugardaginn.

Hössi, hans fríða frú Ragnhild og ófætt barn Höskuldsdóttir/son ætla að kíkja í heimsókn. Ég er mjög æst í að spila og eitthvað sollis kósý...
En gallinn er að við eigum engin spil :-/ Því eru allar hugmyndir vel þegnar ! Og koma svo !!!

-Sunny.

mánudagur, september 25, 2006

....Sunna horfir dreymin útí loftið....
Hvert skildi hugurinn leita ?


........nú til Kúbu auðvitað !!!
Við Árni ætlum að skella okkur til Kúbu í janúar.

Ég mátti til með að segja ykkur frá þessu. Pína ykkur aðeins.
Árni var að segja mér að hann er búinn að borga staðfestingargjaldið SO WE ARE GOING !!! :-D

Verðum í Havana í viku og í Varadero í viku.
............ómægod, ég hlakka svo til !

Þessi mynd er frá Varadero :



-S.
Hey fellas... What´s cooler than being cool ??

...icecold !

Vá hvað það var gaman um helgina.
Fór suður á fimmtudagskvöldið og gisti hjá Önnu systir. Hún var svo góða að lita á mér hárið og það er bara ansi flott skal ég segja ykkur ! Og kostaði bara 1.000 kall, ég hef borgað tæpan 10.000 kall á stofu og ekki verið eins ánægð.

Á föstudaginn hitti ég svo Flórídabitana í Bláskógunum.
Mamma og co. gáfu mér fullt af fallegum Victoria Secret brókum, bol og hálsmen. Takk, þið fallegu Bláskógabúar.

Ég fór líka og heilsaðu uppá mínar fyrrverandi í Debenhams. Það var alveg yndislegt að sjá þær :-) *knús stelpur*

Helena syz rúntaði svo með mig um Reykjavík, tókum laugaveg og virtum fyrir okkur fegurð höfuðborgarinnar. ......aaahhhh..... Bjúrífúl. Veðrið var líka frrrrábært.

Um kvöldið fór ég í hið margumtalaða flufffélagspartý á Sólon. Afskaplega velheppnað. Og vil ég þakka minni kæru þelþökku "systur" Steinunni fyrir gott stuð á dansgólfinu.
Hún ber líka ábyrgð á marblettinum á ristinni á mér. Hlussa og ótemja ;-) hehehe..

Laugardagurinn var afskaplega kósý.
Ég neitaði að klæða mig og var í bangsanáttfötunum allan daginn.
Það var Dr.Phil maraþon á Skjá 1 og vaaaaáá hvað ég lærði mikið. *spaug*
Um kvöldið var svo sjónvarpsgláp í faðmi fjölskyldunnar með tilheyrandi rjómaís- og sælgætisáti.

Sunnudagurinn fór í peningaeyðslu.
Kíkti í Ikea með Ástu minni.
Keypti nokkra sniðuga og bráðnauðsynlega hluti :-)
Svo varð ég auðvitað að taka einn loka laugavegsrúnt. Hann endaði í Kolaportinu, sem betur fer því ég fann ekkert smá flotta mörgæsanælu !!! ...mér var ætlað eignast hana.. ég veit það !

Jámm, semsagt skemmtileg borgarferð að baki.
En mikið var nú gott að koma heim...
Veðrið er líka ekkert smá gott í dag. Ég er búin að fyrirgefa veðurguðunum þann skandal að ég hafi þurft að skafa rúðurnar á bílnum í morgun.


ciao ciao,
-Sunna.