miðvikudagur, maí 02, 2007

Jæja þá...

Loksins er hún Ásta mín flutt norður. Það er algjör lúxus að hafa hana í næsta húsi, eða svo gott sem. Við kíktum á Kaffi Karólínu á mánudagskvöldið og kjöftuðum á okkur gat ! ....svo svo gaman :-)
__________________________________________

Nú kemur senn að því að ég skelli mér í hina árlegu ferð til Grænlands.
Ætla að taka einkaflugmannsbækurnar hans stóra bró með... Gott að glugga í þær í næðinu. Þess á milli ætla ég að dansa við ísbirni og auka leikni mína í vélsleðakeyrslu.



....Svo ætlum við að fara í smá hundasleðaferð. Það verður örugglega skemmtilegt. Það gafst nefnilega ekki tími í það í fyrra... svo að núna VERÐ ég hreinlega að prófa !



Eigið góðan miðvikudag elsku fólk,
-Sunna.