þriðjudagur, janúar 02, 2007

GLEÐILEGT NÝTT ÁR !!!

Árið 2007 er gengið í garð.
Ég er full eftirvæntingar og bjartsýni. Þetta er verður gott ár - ég er viss um það.

Gamlárs var stórskemmtilegt.
Við borðuðum útí sveit hjá tengdó, sauðnautasteik og hátíðarkjúkling með ýmsu góðgæti. Svo brunuðum við í bæjinn og horfðum á skaupið (sem var fínt by the way) og sprengdum flugeldana.
Það var rosa gaman að fagna nýju ári í nýja fallega húsinu okkar Árna.

Svo var spilað laaaaangt frameftir með tilheyrandi vínsmökkun, gríni og glensi :-)
____________________________________________________________

Í dag er síðasti dagurinn minn í vinnunni fyrir vetrarfrí.
Byrja ekki að vinna aftur fyrren 24. Janúar :-D ...sem verður að teljast eðall.
Sérstaklega þarsem ég fer til Kúbu í millitíðinni með mínum heittelskaða.
Jemundur minn og Pétur hvað ég er orðin spennt !



.......ætli ég reyni ekki að blogga eitthvað smá áður en ég læt mig hverfa til Karabískahafsins :-)

Ciao,
-Sunnita.