föstudagur, febrúar 15, 2008

Víííí !!!

Er í vinnunni. Það er sko gaman. Var komin með hálfgerðan "cabin fever" af allri inniverunni.
En það er komin skýring á öllum veikindunum - og Sunnfríður er komin á massívan pensillínkúr í hálfan mánuð ! Hahahaha.... svaka gaman ;-)

Maðurinn á myndinn kætti sálu mína á meðan ég lá.



Ég var að setja inn nokkrar myndir frá Tenerife. Það koma fleiri von bráðar - þetta er bara sýnishorn.

Svo er fleiri nýrra albúma að vænta um helgina - ....já ég er búin að vanrækja þetta í dáldinn tíma.

Litli snúlli kom til okkar í gær og verður alla helgina. Alveg yndislegt. Hann var eitthvað súr yfir því að missa af þorrablótinu í Grímsey (...einsog hann myndi fá að fara á það.. hahaha) ..svo að við ætlum að hafa mini-þorrablót annað kvöld. Kaupum sviðakjamma og eitthvað álíka gúmmulaði og klæðumst lopapeysum ;-) ...thíhí...

Gaman að þessu lífi.

p.s. Nýjar myndir á síðunni hans Árna líka.

-S.

sunnudagur, febrúar 10, 2008