föstudagur, október 27, 2006

Risin upp frá dauðum...

Listamaðurinn fyrrum þekktur sem Sunna er aftur á meðal lifenda.
Mun hún héðan í frá kalla sig Fönix Björg Birgisdóttir !

God damn it hvað það er glatað að vera lasinn.
Ég fór útúr húsi í gær í fyrsta sinn síðan á laugardaginn. Var ekkert búin að fá að koma við fallega snjóinn.
Sat bara við gluggann og horfði út og ímyndaði mér að ég væri að grípa snjókornin með tungunni. Það er svo gaman :-)

Eeeen það sem á daga mína hefur drifið síðan síðasta blogg var ritað er þetta:

Fór í dýrindis dinnerboð til Benna míns á föstudaginn. Hann bjó til kjúklinga Crépes... Og vá hvað það var gott ! ...sem betur fer því þetta var nokkurnveginn síðasta kvöldmáltíðin mín fyrir veikindi. Hmmm.... ætli The Benmonster hafi eitrað fyrir mér ??? Er hann minn Lex Luthor !!??

...ehemm..
Á föstudaginn eignaðist ég líka nýjan frænda. Kristjana, systir mín og hetja, eignaðist sitt sjötta barn í landi Margrétar Þórhildar.
Inni-inni-innilega til hamingju með það :-D

Ég hef sterkan grun um að hann verði skírður Sunni.
(ég er ekki í neinum tengslum við raunveruleikann)

En sjáiði hvað hann er sætur ! Jeminn... Það er óhætt að segja að maður fái undarlegan verk í móðurlífið við að sjá svona mynd.



....ooooohhhh... so sweet.

Já... svo var ég bara veik.
Minn góði maður er frábær hjúkka - stjanaði við mig og varð við öllum mínum óskum, sama hversu skrýtnar þær voru. T.d. "Mig langar í stappaðar kartöflur með salti" (kl.23:00) .....já hann er bestur hann Árni minn.... *væm*

Týpískt að verða lasin þegar maður er núbúinn að kaupa rándýrt líkamsræktarkort og heita sjálfum sér því að mæta ROSA VEL !
Náði samt að mæta einusinni áður en ég varð veik.
Ooog fór í gær að lyfta - nú er allt að gerast krakkar mínir ! Allt að gerast.

Læt þetta rant duga í bili,
-Fönix.