fimmtudagur, desember 13, 2007

..Í grunnskóla...

...lék ég Giljagaur í einu af jólaleikritunum. Síðan þá hefur hann átt sérstakan stað í hjarta mínu.



Samt fékk ég ekkert frá honum í skóinn... Skrýtið.
En ég er ekki fúl - það er bannað að vera fúll í desember. Nema maður sé Grýla.

-Sunnugaur.

miðvikudagur, desember 12, 2007

...það styttist...

Velkominn Stekkjastaur !



12 dagar til jóla... og ennþá ekkert skraut komið upp heima hjá mér. Mjög óvanalegt ! Ætli ég skreyti ekki bara á Þorláksmessu úr þessu :-)

Litli snúður er kominn til okkar. Hann fékk aldeilis fínt í skóinn í morgun ! Eeeen það var voða erfitt fyrir suma að sofna í gær - þar á ég við sjálfa mig... ég var ofurspennt yfir komu jólasveinanna til byggða ! thíhíhíhí...

Jólagjafakaup eru á lokastigi - og skemmtilegasti parturinn eftir : pakka inn ! Mér finnst það afar skemmtilegt :-)

Eigið góðan dag dúfurnar mínar,
-Sunna.

sunnudagur, desember 09, 2007

Gott fólk...



....Og ég er ekki búin að hengja upp eina einustu seríu eða jólasvein. Samt klingja bjöllur í brjósti mér því ég er sko komin í jólafíling ! ;-)

-S.