Jólaandinn...
..rýkur úr eyrunum á mér.
Rosalegt stuð í vinnunni. Allt ófært og sumt fólk telur mig veðurguð... Skrýtið.
En almennt er fólk mjög kurteist og með viðráðanlega geðheilsu.
Ég bakaði slatta í vikunni : Jóa Fel-kökur (ótrúlegt en satt - einsog mér er illa við hann), kókostoppa a-la mamma... sem urðu reyndar a-la Sunna því svona skrýtnir kókostoppar hafa aldrei orðið til í eldhúsi móður minnar... og ég endaði bökunaræðið á að gera jólamöffins. Namm... Setti grænt og rautt krem. Mjög "festive" allt saman.
Í kvöld langar mig að rölta á Amour eftir vinnu og fá mér jóla-tuborg. Það er eitthvað trúbadorapar (úú pæliði ef það væru trúbador-apar !!) þar að syngja jólalög. Ekki það að ég þurfi að kreista fram jólaskapið... það er til staðar og rúmlega það :-)
Þessi árstími er erfiður fyrir fólk sem er óstjórnlega forvitið.. ég er búin að vigta og þukla alla pakkana mína.. hehe. Á maður ekki að halda í barnið í sér ?
....ég er að vinna á morgun....
Kasta á ykkur kveðju þá !
-Sunna.
..rýkur úr eyrunum á mér.
Rosalegt stuð í vinnunni. Allt ófært og sumt fólk telur mig veðurguð... Skrýtið.
En almennt er fólk mjög kurteist og með viðráðanlega geðheilsu.
Ég bakaði slatta í vikunni : Jóa Fel-kökur (ótrúlegt en satt - einsog mér er illa við hann), kókostoppa a-la mamma... sem urðu reyndar a-la Sunna því svona skrýtnir kókostoppar hafa aldrei orðið til í eldhúsi móður minnar... og ég endaði bökunaræðið á að gera jólamöffins. Namm... Setti grænt og rautt krem. Mjög "festive" allt saman.
Í kvöld langar mig að rölta á Amour eftir vinnu og fá mér jóla-tuborg. Það er eitthvað trúbadorapar (úú pæliði ef það væru trúbador-apar !!) þar að syngja jólalög. Ekki það að ég þurfi að kreista fram jólaskapið... það er til staðar og rúmlega það :-)
Þessi árstími er erfiður fyrir fólk sem er óstjórnlega forvitið.. ég er búin að vigta og þukla alla pakkana mína.. hehe. Á maður ekki að halda í barnið í sér ?
....ég er að vinna á morgun....
Kasta á ykkur kveðju þá !
-Sunna.