fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Fjölgun mannkyns... og allskyns.

Mín elskulega elsta systir á von á sínu sjötta barni (já ! mögnuð tjélling), og mér finnst einhvern veginn vera fjölgun allt í kringum mig.
Allir komnir með börn - sín eigin eða stjúp, og hagarnir fullir af folöldum, lömbum og kálfum.

Kannski tek ég bara eftir þessu af því ég er "komin á aldur" ...segja sumir allavega.
Annars finnst mér ekkert að því að vera orðinn soldið fullorðinn þegar maður byrjar á þessu.
Tek fram að ég á auðvitað yndislegan stjúpson, og er þá kannski "byrjuð á þessu" að vissu leyti.

Ég get nú samt prísað mig sæla með það að kærastinn minn er ekki hvítt rusl og aumingi einsog kallinn hennar Britneyjar...
Og hún er að eignast annað barn með þeim fýr.
Þess má til gamans geta að í kaupmálanum þeirra er klausa sem segir að Kevin (hjólhýsanafnið hans er : Looser McScumbag) fær vææææææna greiðslu fyrir hvert barn sem hann kemur til með að eignast með stjörnunni ....vó hægt að misskilja þetta... Sem hann eignast með Frú Spears.

Fífl - Ég ætla hérmeð að byrja að skipuleggja söngferil Árna - ég vil líka svona díl !

Allavega veit ég að þá get ég látið air-brusha allar óléttumyndirnar af mér :-)



Yeahhh..

-SunBun.

miðvikudagur, ágúst 23, 2006



Ég bý í hitabeltisparadís...

Veðrið er ótrúlegt.
25 stiga hiti og sól :-)

Á eftir er garðpartý útá Björgum. Helena tengdó ætlar að fagna 60 ára afmæli sínu enn og aftur.
Ég sé um hár og förðun á drottningunni og Bautinn sér um veitingarnar. Yeahhh....

Maður gerir ekki annað en að borða eitthvað lostæti þessa dagana. Maturinn sem við fáum í vinnunni frá fyrirtækinu Lostæti telst ekki með !
Eins gott að maður fari að vera duglegri að mæta í Bootcamp...

.............annars er ég bara að drrrreeepast úr spenningi fyrir afmælið hans Árna. Hlakka svo til að gefa honum gjöfina sína.... thíhíhíhíhí...
Bara nokkrir dagar í viðbót... ég hlýt að lifa þetta af :-)

Ágúst er greinilega afmælismánuður ársins í ár ! Gaman gaman !



__________________________________________

Eftir einn og hálfan tíma verð ég komin út í góða veðrið.
Yndislegt.

-sólsól.

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

...aaahhhhh....

Sprengisandur var unaðslegur !


Sama má segja um veðrið hérna á Akureyri. Það er sko frábært.
Ægir Daði er að koma úr Grímsey og verður hjá okkur í viku. Aljör snilld :-)



Svo er gamli maðurinn minn að verða 25 ára eftir um það bil 4 daga.
Ætlum í dinner á Strikinu í tilefni dagsins. Hlakka svoooo til..
Ég og Árni fórum síðast tvö ein út að borða einhvern tíman í fyrra. .....seems like ages ago :-)

Þetta er passlegt í dag dúfurnar mínar.
Hafið það sem allra best, ..ég veit að ég mun gera það. Sælan er ómælanleg hérna í Höfuðstað Norðurlands :-)

-Sunns.
___________________________________________
___________________________________________