miðvikudagur, mars 19, 2008

Góðan daginn

Ohhhh ég átti yndislegt kvöld í gær.
Litli snúður kom til mín og við borðuðum saman.
Við gerðum heiðarlega tilraun til að fara í keilu... En allur Akureyrarbær hafði fengið sömu hugmynd :-) Við nenntum ómögulega að fara að bíða í klukkutíma eftir þessu og slógum því öllu upp í kæruleysi og fórum á videoleiguna.

Mér til mikillar gleði ákvað snúðurinn svo að gista hjá gömlu konunni :-)
Þarsem ég er ennþá aaaalein í kotinu var það vel þegið. ....og ég svaf merkilega vel þrátt fyrir að vakna nokkrum sinnum með olnboga í auganu, tær í nýranu eða hné í hnakkanum. Það er bara svo notalegt að hafa hann - elsku kútinn. Maður sér hann svo sjaldan. Sérstaklega gaman að fá að dúllast svona ein með honum stundum !

Bless í bili,
-Stepmom.