laugardagur, maí 10, 2008

Ég er Pollýanna.

Stundum verður maður bara !
Þegar maður er nokkurnveginn kominn útá ystu nöf verður maður að finna eitthvað jákvætt við flesta hluti.

Það eru t.d. jákvæðir hlutir við að vera múslímsk kona.
Slæmur hárdagur ??? ......enginn mun komast að því !

Og maður getur 'sörfað' :



Töff.
Ég er ekki múslimi, en ég kem samt til með að prófa að iðka brimbrettaíþróttina innan skamms.

Mjög töff.

p.s. Ég er að vinna í því að búa til nýtt myndaalbúm - ég hata myphotoalbum.com. *gubb*

-S.

þriðjudagur, maí 06, 2008

Ohhh....

Skólaprófin fóru ekki einsog best var á kosið - maður þarf 7,5 til að ná..... :-( Eeeen ég náði allavega einu, veðurfræði - sem er uppáhaldsfagið mitt. Ætli maður endi ekki bara sem veðurfræðingur. Mér hefur nú alltaf þótt Þór Jakobsson mjög töff.

Svo að það eru upptökupróf á sunnudagskvöldið. Ég þarf að hlaupa beint úr vinnunni og útí skóla - sem verður nú kannski ekki til að minnka stressið. Haha... en svona er bransinn.

__________________________________________________

Núna styttist ískyggilega í för mína hinumegin á hnöttinn. Fer að öllum líkindum þann 8.júní og kem tilbaka 30.júní. Þetta verður því hið sæmilegasta frí - enda þarf maður nú að stoppa soldið við þegar maður leggur upp í svona ferðalag. Ég held að þetta verði nokkurnveginn svona : Akureyri - Keflavík - London - Singapore - Cairns

Úff þetta verður spennandi. Meget meget spændende...
___________________________________________________

Annars er ég búin að vera soldið leið síðan í prófunum... og vegna þess að kallinn ákvað að framlengja ferðina sína. *Hrrmmmppphhhh*

En svo fann ég meil sem Helena systir sendi mér einhvern tímann fyrir löngu. Og það hljóðar svo :

Eilífðarhamingja:

Þegar ég var yngri, vóg ég nokkrum kílóum minna. Ég þurfti aldrei að halda maganum inni þegar ég fór í þröngan kjól. En nú, þegar ég er orðin eldri, hefur líkami minn brotist til frelsis. Og um þann hluta hans sem einu sinni var mitti, eru þægileg teygjanleg efni.

Ítölsku skórnir þurfa að vera tveim númerum stærri en áður, ef ég kem þá fótunum yfirleitt í þá, og skrefbótin á sokkabuxunum sígur allt of oft niður undir hné.

En ég hef einnig lært að það skiptir engu máli hvað gerist, eða hversu dimmt virðist yfir öllu í dag.
Lífið heldur áfram og á morgun kemur betri dagur.

Ég hef lært, að það segir mikið til um manneskjuna hvernig hún bregst við þessum þremur hlutum : 1. Rigningardegi 2. Týndum farangri 3. Flæktu jólatrésskrauti.

Ég hef lært, að óháð því hvernig samband okkar er við foreldra okkar, komum við til með að sakna þeirra, þegar þau eru horfin á braut.

Ég hef lært, að það að verða sér úti um peninga og hluti, er ekki það sama og að skapa sér líf.

Ég hef lært, að af og til býður lífið okkur upp á annað tækifæri.

Ég hef lært, að maður getur ekki farið í gegnum lífið með hornaboltahanska á báðum höndum. Öðru hvoru verðu maður líka að gefa boltann til baka.

Ég hef lært, að þegar ég ákveð eitthvað beint út frá hjartanu, þá hef ég yfirleitt hitt á hina einu réttu ákvörðun.

Ég hef lært, að þó að ég sé sár, þurfi ég ekki að særa aðra.

Ég hef lært, að á hverjum degi eigi maður að rétta öðrum höndina. Allir þurfa hlýjar hugsanir og vinalegt klapp á axlirnar.

Ég hef lært, að ég er alltaf að læra eitthvað nýtt.

Ég hef lært, að það sem þú segir og gerir vill gleymast, en fólk gleymir ekki hvernig þú lætur því líða.

Svo sönn orð.

strjúkið kviðinn & elskið friðinn,
ykkar,

-Sunna.