föstudagur, september 28, 2007

Hversdagsleikinn...

Já hversdagsleikanum er tekið fagnandi.
Ég er einsog þroskaheftu börnin - þykir betra að hafa allt í föstum skorðum. Og frávik frá plönum eru mér erfið.
En mér þykir auðvitað líka gaman að láta koma mér á óvart... þið vitið.

Eftir óstjórnlega leiðinlega viku er vinnuhelgin velkomin. Ójá. Það sem hinsvegar bætti þessa óstjórnlega leiðinlegu viku var 2.sería af Grey´s anatomy. Kláraði hana.
Það liggur við að mér finnist ég fær um að skera upp fólk og barkaþræða - hnoða hjörtu og krukka í heila.
Ótrúlega menntandi sjónvarpsefni, á heilbrigðissviði og ekki síður á sviði mannlegra samskipta.
Spaug.

Mig langar í sund.
En kvef og sund eru óvinir.
Ég verð því að láta mér nægja að setja upp skærbleiku sundhettuna og æfa sundtökin á stofugólfinu.

-Sun(d)na.