Afslöppunar-aktívness-helgiSkíma slakaði nú bara að mestu leyti á í ruggustólnum góða, en við hin vorum spræk.Ægir kom til okkar á föstudaginn og var yfir helgina. Við fórum út að borða í tilefni af 8 ára afmæli hans um daginn. Kúrðum svo í einni stórri klessu og horfðum á vidjó uppí rúmi, með tilheyrandi nammiáti og hlátri. ....ég skrópaði á staffadjamminu, átti að fara í keilu með vinnuköllunum mínum, en að vera heima með
strákunum mínum var bara miiiiiklu betra :-)
Á laugardaginn fóru feðgarnir í bakarí og komu svo færandi hendi til Sunnu sinnar með dýrindis samloku og kókómjólk. Frábært að byrja daginn á svona kósýheitum.
Eftir skemmtilega
(eða þannig - haha) verslunarferð í Bónus dúðuðum við okkur og fórum út í snjóinn og gerðum myndarlegan snjókall.
Um kvöldið var matur á Björgum og svo brenna á Þelamörk.
Á sunnudaginn spiluðum við trivial og sequence og skelltum okkur svo í Kjarnaskóg. Það var rosalega fallegt að koma þangað í öllum snjónum - soldið Narnia-legt :)
Það var alveg frábært að fá litla stubb í smá heimsókn. Nú hentar Grímseyjarflugið betur fyrir svona helgarheimsóknir. Vonandi kemur hann þessvegna oftar.
En á meðan höfum við hina
"krakkana", Skímfríði og Frostaling. Þau leika sér daginn út og daginn inn, Frosti kallinn hefur yngst um mörg ár við fá litlu svörtu frekjudósina inn á heimilið.
Eigið góðan mánudag, og vinnuviku :-)
Njótið lífsins. Það er yndislegt.
-Sunna.