Jæja gott fólk,
Helgin var aldeilis ljómandi góð. Komst loksins suður kl.18:10... fékk sæti á þilinu. Sem þýðir að ég flaug aftur á bak.
Til gamans má geta að í vélinni var líka indverskt ættarmót (án gríns), 15 indverjar sem ákváðu að styrkja fjölskylduböndin með því að hittast á Landi Ísa. Frumlegt.
Mín kæra systir Anna Þóra kom og sótti mig á flugvöllinn. Mikið var nú ljúft að sjá hennar nýlega air-brushaða andlit.
Svo fékk ég loksins að sjá nýju heimkynni hennar. Grafarvogsmolbúarnir eru nefnilega nýfluttir í Mosfellsbæinn. Ég vil meina að þau séu smám saman að færa sig norður.. Næst flytja þau í Borganes :-) ..hehehe..
Brúðkaupið mikla var svo á laugardaginn. Ótrúlega falleg athöfnin... ég fór smá að gráta... Þetta var bara svo fallegt !
Veislan var haldin í Lions-salnum Auðbrekku, og það var ekkert smáræðis partý ! Vá ! Það var rosalega gaman :-)
......og svo er bara búin að vera venjuleg vinnuvika.... Fyrir utan smá hálsbólgu-truflanir á mánudaginn og þriðjudaginn. Oj bjakk...
Á morgun eigum við von á ansi skemmtilegum gestum : Hössi og Ragnhild ætla að heiðra okkur með nærveru sinni. ....ég hlakka svooooo til :-D Þau eru svo sniðug !
blessbless,
SunnSunn.
Helgin var aldeilis ljómandi góð. Komst loksins suður kl.18:10... fékk sæti á þilinu. Sem þýðir að ég flaug aftur á bak.
Til gamans má geta að í vélinni var líka indverskt ættarmót (án gríns), 15 indverjar sem ákváðu að styrkja fjölskylduböndin með því að hittast á Landi Ísa. Frumlegt.
Mín kæra systir Anna Þóra kom og sótti mig á flugvöllinn. Mikið var nú ljúft að sjá hennar nýlega air-brushaða andlit.
Svo fékk ég loksins að sjá nýju heimkynni hennar. Grafarvogsmolbúarnir eru nefnilega nýfluttir í Mosfellsbæinn. Ég vil meina að þau séu smám saman að færa sig norður.. Næst flytja þau í Borganes :-) ..hehehe..
Brúðkaupið mikla var svo á laugardaginn. Ótrúlega falleg athöfnin... ég fór smá að gráta... Þetta var bara svo fallegt !
Veislan var haldin í Lions-salnum Auðbrekku, og það var ekkert smáræðis partý ! Vá ! Það var rosalega gaman :-)
......og svo er bara búin að vera venjuleg vinnuvika.... Fyrir utan smá hálsbólgu-truflanir á mánudaginn og þriðjudaginn. Oj bjakk...
Á morgun eigum við von á ansi skemmtilegum gestum : Hössi og Ragnhild ætla að heiðra okkur með nærveru sinni. ....ég hlakka svooooo til :-D Þau eru svo sniðug !
blessbless,
SunnSunn.