laugardagur, ágúst 12, 2006

Everybody say Heeey !!!

Þessa stundina er Sunnfríður stödd í vinnunni. Það er gaman.. við erum öll svo speeeees...

Jack Nicklaus kom áðan á einkaþotunni sinni. Yfirmaður minn vætti brækurnar.. hann er mikill golfáhugamaður.
Ég græddi dollu af Hagen Dazs frá einum kallinum sem var með honum ....mmmmmm.... Það er sko góður ís. Brynjuís er vissulega góður... en þessi er keppnis !!

Við fengum líka skál fulla af ferskum ávöxtum, jarðaber, melónur og vínber. Og einhverra hluta vegna bragðast ávextir þeirra ríku og frægu aaaaðeins betur :-)

Í kvöld er stefnan sett á Dallas (Dalvík city) ... Fiskidagurinn mikli er haldinn hátíðlegur þar í dag.
Mun ég þar reyna að að finna mína heittelskuðu systur og hennar slegti. Vona bara að það verði ekki 20.000 manns þarna einsog einhvern tíman... úff..
Hlynur vinur ætlar að fylgja frúnni... ekki hægt að láta mig keyra eina. Nei nei sei sei !
Árni minn er nefnilega enn og aftur farinn til Sódómu að vesenast fyrir Explorer-skipið víðfræga.

..við Hlynur ætlum líka að fremja mannrán...
Slóvenski frændinn verður tekinn fastur og hann neyddur með til Dalvíkur.
Hann hefur bara gott af því !!! Múwahahahahaha...
Síðast þegar hann fór til Dalvíkur þá veiddi hann þorsk... hver veit hvað gerist núna !? :-O



yfir og út,
SunnSunn.
___________________________________________________
___________________________________________________

föstudagur, ágúst 11, 2006



You are Betty Grable

The ulitmate girl next door
You're the perfect girl for most guys
Pretty yet approachable. Beautiful yet real.

fimmtudagur, ágúst 10, 2006

Versló (not the school) 2006

Fimmtudagur :
Byrjaði daginn á þakka Guði fyrir þá hugmynd mína að hafa farið í bootcamp... NOT. ...eða jú, innst inni blundaði smá þakklæti.
Ég er bara í svo lélegu formi... Og þetta eru engar smá æfingar. Skil afhverju sumir hermenn klikkast.. og jafnvel áður en þeir fara í stríð.
Kl. 06:45 byrjaði ég að vinna, það var ánægjulegt að vanda. Ég og Benni (my co-worker & friend) fengum þá hugmynd að setjast út í góða veðrið fyrir utan kaffihúsið Amour (the main hangoutplace) og fá okkur hálfslíters mojito... ójá ! Stóðum við það... og þarmeð var ekki aftur snúið !
Sátum þarna dágóða stund og sleiktum sólina. Fengum ýmsa góða gesti, einsog Lúlla og Hlyn. Einnig fæddust ýmsar góðar hugmyndir.. sem kannski verður greint frá síðar. Get þó sagt ykkur að ein þeirra tengdist Líbanon og gettóblaster.

Benni bauð mér svo heim til sín í questionable noodles, ....þær voru búnar að vera í ískápnum sooooldið lengi, en voru engu að síður ljúffengar.

Hin stórkostlega Erla María (á latínu Erlus marius) hringdi svo í mig og tjáði mér að henni hefði tekist að vera á undan mínum heittelskaða í bæjinn. Árni hafði nefnilega verið í Reykjavík að vesenast fyrir Explorer-skipið.
Tókum nokkra fótboltaspilsleiki og brunuðum svo heim í kotið að búa um prinsessu nr.1.
Svo komu strákarnir loksins heim. Gott að sjá kallinn minn.

Við Erla skelltum í okkur nokkrum bjórum og kíktum á Strikið að hitta vin Erlu. Tíminn leið og dansinn dunaði og looooksins kom prinsessa nr.2 ..... Ásta Margrét Halldórsdóttir átti glæsilega innkomu á Akureyri á Landcruiser jeppa, sem hún keyrði norður fyrir Hertz. Mér finnst hún hefði mátt eigann...
Við Ásta sátum svo framundir morgunn við kjaftagang og músíkhlustun. Alltaf gott að fá hana í heimsókn.

Föstudagur :
Strákarnir mættu snemma í vinnu einsog góðum drengjum sæmir.
Við stelpurnar sváfum aðeins frameftir og fórum svo í gríðarlegan verslunarleiðangur. Það þurfti að kaupa ýmislegt fyrir grillpartýið mikla.
Seinnipartinn mætti Ingi bróðir hans Árna á svæðið. Alltaf gaman að sjá hann.
Strákarnir drifu sig útá Björg til að byrja að undirbúa matinn, en við stelpurnar sturtuðum okkur og gerðum okkur fínar.
Svo var kveikt upp í grillinu og hinir ýmsu drykkir innbyrtir á meðan.
Anna Þóra systir og hennar góði maður Siggi komu svo galvösk úr Svarvaðardalnum og þá fyrst gat nú partýið byrjað.

Kvöldið var alveg frábært. Maturinn ljúffengur, félagskapurinn yndislegur og veðrið... jú það var bara ágætt. Hefði getað verið verra allavega :-)
Undir morgunn enduðum við svo nokkur í öllum fötunum í heita pottinum. Það var svoooooo gaman !

Þetta kvöld var líka rokkhljómsveitin "Brjálást" stofnuð ! Meedleemeedleemeedleemeeeedleeee..
Meðlimir hennar heita : Sunna, Ásta, Erla María og Anna Þóra.
Ég hvet fólk til að fylgjast stíft með fréttum af þessari ágætu sveit.

Laugardagur :
Þynnka, tiltekt og almennur doði. Fórum aftur inná Akureyri.
Endaði með því að við fórum í bíó einsog hitt gamla fólkið :-)

Sunnudagur :
Sofið frameftir.
Ég fór að vinna kl.14:30..
Svo kom ég heim í rífandi stemningu og fjör sem endaði á Kaffi Amour. Rómantíkin sveif yfir vötnum og dansinn dunaði laaaangt frameftir.
Mjög skemmtilegt !

Mánudagur :
Mygldagurinn mikli.
Ég fór að vinna kl.14:30... ekki alveg í mínu besta formi eftir ævintýri næturinnar :-)
Fólk týndist til sinna heima og helgin góða á enda.

Takk þið öll ! Þið eruð frábær !
Verið velkomin sem fyrst aftur.... bara ekki koma öll í einu.. það er svo djöfull mikið að þvo :-) ..hahahaha...

Þetta er Sunna Björg Birgisdóttir sem talar frá Akureyri-city.

_____________________________________________________
_____________________________________________________