þriðjudagur, október 07, 2008

Jájá,

Nú væri gott að eiga saumavél.
Eiginlega er ég hundfúl að eiga ekki saumavél.
Á næstu misserum verður ekki mikið um fatakaup, eða að peningum verði varið í dýr áhugamál. Með einni góðri Husqvarna væri hægt að sameina hvorutveggja : Sauma sér ný föt, tja.. eða breyta gömlum, og eiga skemmtilegt áhugamál í leiðinni.
Hver veit, svo lýkur kreppunni og maður er orðinn svo hrikalega fær á saumavélina að allir vilja fötin manns og marrr bara verrrur milli !!!
Ég myndi byrja á því að sauma mér svona kjól :

Flottur.

Já, gott að vera bjartsýnn. Gott að hafa hugmyndaflug.
Elur kreppan ekki af sér athyglisverða listamenn ?

Svo langar mig að henda hér inn myndum sem tengjast Rússlandi. Takk Pútín fyrir að bjarga okkur, ég vissi að þú værir fínn kall !





Já, gaman að þessu.
Veriði svo bjartsýn - íslenska leiðin er : Þetta reddast allt saman !

-Sunniska Russski.

mánudagur, október 06, 2008

Híhíhí

Það er kreppa ég veit.. og allt að fara til andskotans.
Mér líður samt vel OG ég er komin í jólaskap.



Þau verða einföld í ár : kerti & spil á línuna ! hahahahahaha :-D

Svo er ég barasta orðin dökkhærð ! ..eiginlega rauðhærð samt. Voða fínt ! En ætla að ná því í svona karamellulit næst. Þetta krefst bara smá undirbúnings. Og undirbúningur er skemmtilegur - hann á ekki að vera leiðinlegur. Hehehe.

-Sunnfríður Rauðka.