fimmtudagur, ágúst 21, 2008

Jámm, það er smá Ástralíu flash-back í gangi :-)

Sunna raftari MEÐ MEIRU og Chris. Hann kunni líka smá.


Skömmu áður en þessi mynd er tekin stökk ég niður af kletti (fjalli !). Það tók tíma fyrir fæturna að samþykkja að losna frá klettunum.


Skömmu eftir að þessi mynd var tekin var ég nærri drukknuð í flúðum sem enginn heilvita leiðsögumaður myndi láta mann synda niður.


Fynd mynd. Ég er ekki að kýla hana... ég er eitthvað að tjá mig. Og er greinilega fyndin. Já.


Ég vaknaði rúmlega fjögur í nótt... og mætti skömmu seinna í vinnuna. Það ku eigi vera hressandi.
Enda ætlar Sunnfríður að leggja sig þegar heim verður komið á eftir. Aaaahhhhhh :-)

-S.

miðvikudagur, ágúst 20, 2008

Nammi namm hákarl !

Hér gefur að líta mig sýna viðstöddum hversvegna þetta dýr er nefnt "Shovel-head Shark". Nú, það er vegna þessa að hausinn er tilvalinn til moksturs ýmiskonar.



Það var hrikalega gaman á Kántrýhátíð Skagstrendinga. Takk fyrir mig !
-Sunna.