Góðan og blessaðan daginn gott fólk !Jæja, maður hefur ekkert nennt að blogga eftir leiklistarævintýrið. Það gekk alveg svakalega vel og jeminn eini hvað þetta var skemmtilegt. Þetta stytti biðina eftir Árna, sem var á Grænlandi - og ég kynntist fullt af stórskemmtilegu og passlega skrýtnu fólki. Nú er bara að vona að Samlistarhópurinn geri eitthvað fleira saman. Nokkrar hugmyndir hafa fæðst núþegar, hver veit nema sumarið geymi einhverjar fleiri ógleymanlegar uppákomur :-)
Nú, kella skellti sér svo til Grænlands og náði í kallinn sinn. Alveg frábært að koma þangað, einsog alltaf.
Við skötuhjúin trúlofuðum okkur í ferðinni :-D Árni var búinn að láta búa til hringa úr rostungsbeini - alveg svakalega fallegir hringar. Hamingja hamingja hamingja.
takk í bili,
-Sunna.