föstudagur, maí 08, 2009

Hey hey...

Þetta er fyrir ykkur þarna úti sem segið stundum að "það sé lægð í ykkur", ...munið að lægðir geta nefnilega verið fallegar :-)



-Sunna veðurnörd.
..úúúúú...

Stjörnuspá dagsins :

Your jealous side comes out with a vengeance today -- and anyone who has neglected you lately is likely to feel the burn! You can teach lessons that can never be forgotten if you feel like it.

....það er nú meira :-)

-Sunna.

þriðjudagur, maí 05, 2009

VORHREINGERNING Á BLOGGINU :

Jæja, þið spassar sem ekki hafið bloggað síðan fyrir áramót missið hérmeð linkinn á ykkur - en látið mig endilega vita ef þið dettið í stuð aftur. Maður verður bara að vera harður stundum... haha....



Soldið leiðinlegt hvað Facebook er búið að drepa niður bloggarana. .......já, ég kenni klárlega Facebook um ! ...eða er það kreppan ? Getur enginn bloggað lengur um útlandaferðirnar eða nýju skóna sína ? Maður spyr sig.....

......en annars vona ég bara að þið hafið það gott - og svo sjáumst við bara á ....uuu.... Facebook :-)

-Sunna.

mánudagur, maí 04, 2009

Góðan og blessaðan daginn gott fólk !

Jæja, maður hefur ekkert nennt að blogga eftir leiklistarævintýrið. Það gekk alveg svakalega vel og jeminn eini hvað þetta var skemmtilegt. Þetta stytti biðina eftir Árna, sem var á Grænlandi - og ég kynntist fullt af stórskemmtilegu og passlega skrýtnu fólki. Nú er bara að vona að Samlistarhópurinn geri eitthvað fleira saman. Nokkrar hugmyndir hafa fæðst núþegar, hver veit nema sumarið geymi einhverjar fleiri ógleymanlegar uppákomur :-)

Nú, kella skellti sér svo til Grænlands og náði í kallinn sinn. Alveg frábært að koma þangað, einsog alltaf. Við skötuhjúin trúlofuðum okkur í ferðinni :-D Árni var búinn að láta búa til hringa úr rostungsbeini - alveg svakalega fallegir hringar. Hamingja hamingja hamingja.



takk í bili,
-Sunna.