föstudagur, janúar 25, 2008

Kudos...

...til Bigga frænda fyrir að vera snillingur og benda aldraðri frænku sinni á þessa snilld.

Dömur mínar og herrar, Flight Of The Conchords !
Njótið - og góða helgi :-D









...ahhhhh.... ótrúlega fyndið.

-S.

fimmtudagur, janúar 24, 2008

Svona til gamans :-)

Fyrir ykkur sem hyggið á barneignir - þá er hættan á tvíbura- eða þríburameðgöngu alltaf fyrir hendi.
Mér reyndar finnst þetta bara krúttlegt. Bara smá nip hér og tuck þar og maður er orðinn fínn aftur og fékk þrjá litla grísi in one go !
Svakalegt.



Eigið góðan fimmtudag.
-S.

miðvikudagur, janúar 23, 2008

Góðan daginn kæru landsmenn nær og fjær !

Stutt ágrip af sumu :

-Jólin voru yndisleg, ég fékk frábærar gjafir og nammigóðan mat. (flensa gerði vart við sig, og er það ávalt glaaaatað)

-Áramótin voru róleg, en mjög skemmtileg. Árið 2008 leggst vel í mig... Fyrsti mánuður ársins er búinn að vera viðburðaríkur. Þó hafa fleiri góðir hlutir en slæmir gerst.

-Tenerife er frábær staður. Hlakka mikið til að heimsækja þessa fallegu eyju aftur. Vorum þar í 2 vikur með tengdó og Inga og Erlu. Set inn myndir frá ferðinni um leið og.... tja.. ég nenni því.

-Til hamingju til hamingju til hamingju Friðrik bróðir og fagra Berglind með daginn um daginn. Það er alltaf gleðiefni þegar tveir snillingar láta pússa sig saman :-*
Sakna ykkar, andfætlingarnir ykkar !!

Ég er alsæl bara. Ekkert smá gaman að vera komin aftur í vinnuna.
Látið heyra í ykkur !

-Sunnsa.

mánudagur, janúar 21, 2008

Honey - I´m home !!!!

Takið gleði ykkar á ný því Sunnfríður er komin heim.
Yndislegt frí - yndislegur félagskapur.

Mynda að vænta von bráðar.

peace.
-Sunna.