laugardagur, desember 08, 2007

...oh my...

---> Svona hlutir kæta hjarta mitt : http://www.visir.is/article/20071207/LIFID01/71207028

Í dag er fáránlega kalt á Akureyri. Mínus þrettán.
Ég ætlaði aldrei að ná frosthimnunni af bílnum í morgun. Skóf sem óð væri og ekkert gerðist. ...ég sem keypti þessa agalega fínu sköfu um daginn á bensínstöðinni. Svona er þetta...

Elsku bróðir minn og elsku konan hans hún Berglind eru kannski að fara langt í burtu í langan tíma.... Það sem er verst er að kannski sé ég þau ekkert áður. Grimma grimma veröld. Set inn þessa fögru jólamynd baaaaaaara fyrir þau. *hint-hint*



Góðar stundir.
-Sunnzilla.

föstudagur, desember 07, 2007

Vonbrigði dagsins :

1) Nýji fallegi sturtuhausinn. Sýnir að útlitið er sko alls ekki allt - og að dýrt er ekki alltaf best ! Morgunsturtan á að vera hressandi en ekki niðurdrepandi... ég sá liggur við þúsundkallana leka niður um niðurfallið í sturtunni :-( GLATAÐ. Skamm Byko !

2) Nýja sojamjólkin sem ég keypti í Nettó. Þvílíkur viðbjóður. Viss um að volg fíflamjólk er betri en þetta sull. ...semsagt ekki kaupa Sojamjólk á tilboði. OJJJ. Skamm Nettó !

3) Ég brenndi mig á straujárninu í morgun. Gott ráð : Ekki strauja og greiða ykkur á sama tíma. ....vaknið frekar aðeins fyrr... ehemmm... GEISP.

Jákvæðu punktar dagsins :

1) Hvert einasta tré á Akureyri er hrímað. Það er svo fallegt. Hvað er betra en að líta útum gluggann og finnast maður vera að horfa á riiiiiisa jólakort ?!

2) Fékk unaðslegan galdra bjútífæing pakka frá Hönnu frænku. ....maður verður sko aldeilis fínn.

3) Ég hlakka til jólanna :-D Svo svo svo mikið !!! Hlakka svo til að gefa Árna pakkann sinn. Thíhíhí... Svo eru líka fleiri pakkar sem ég er spennt yfir að fólkið mitt opni... Vííííí. Þetta er svo skemmtilegur árstími. Þó að leyndarmál séu yfirleitt ekki af hinu góða... Þá eru svona leyndarmál yndisleg.



Eigið góðan dag. Hámið í ykkur heilt súkkulaðidagatal (ekki pappann), þambið jólaöl og nartið í eina tvær klementínur.

-Sunnusveinn.

mánudagur, desember 03, 2007

Gleðilegan Mánudag !

Siggi tengdó átti sextugsafmæli á laugardaginn. Það var margt góðra gesta og veislan heppnaðist í alla staði afskaplega vel.

Helena, Árni, Gunna, ég, Siggi og pabbi.


Ole, ísbjörninn og Árni.


Sorine og Gunna.


Ingi, Árni, pabbi, Ole og Nunusuma.


Gunna og Sunna.


Eigið góðan dag elsku börn.
-Sunnsalabimm.