fimmtudagur, desember 28, 2006

jájájá...

Jóladæmið á enda... og við tekur tilhlökkun fyrir Gamlárs já og auðvitað Kúbuferðina miklu :-D

Kallpungurinn minn náði heldur betur að rugla í mér með þessu jólagjafastússi... Á endanum var hann ekki með pakka - en búinn að láta mig halda til skiptis að hann væri með eitthvað rosalegt eða EKKERT ! Alveg ruglaður. Ég fór auðvitað og verslaði svona "just in case"-gjöf ef hann skildi nú vera með eitthvað smáræði handa mér.
Ég ætlaði svo bara að geyma hana ef ég fengi ekkert. .....svo vorum við komin uppí rúm á Aðfangadag og ég sá fram að fá enga óvænta gjöf. Ég gat samt ekki setið á mér og lét hann fá sína... hehehe, hann varð auðvitað smá reiður af því við vorum búin að ákveða að gefa ekki neitt... Eeeeen ég útskýrði auðvitað fyrir honum að hann gæti sko bara sjálfum sér um kennt að vera búinn að rugla svona með þetta fram og tilbaka ! Hvað átti ég eiginlega að halda !!??

....ég er auðvitað stórlega móðguð yfir þessu öllu saman og búin að tilkynna honum að ég sé að bíða eftir einhverju ROOOSALEGU !!!
Hann hlýtur nú að láta sér þetta að kenningu verða - maður ruglar ekki í rómatískum konum með svona hluti ! Og hananú.

Sem betur fer á ég aðra að, þ.e.a.s. fólk sem elskar mig !!! Og ég fékk pakka frá þeim. *hnuss*
Fékk svaka flottan hraðsuðuketil, matreiðslubók, ostahnífasett úr Líf&List, náttföt, húfu og vettlinga, gjöööðveika flotta rauða leðurhanska, kerti með englamyndum, kertastjaka til að hengja uppí loft, mörgæsabangsa, skartgripi, krem, myndir, geisladisk og fullt af kortum sem er alltaf frábærlega gaman að lesa.

Ég verð nú samt að hrósa manninum mínum aðeins - svona fyrst ég er búin að hrauna yfir hann.
Á jóladag vaknaði ég í fýlukasti af því ég var ekki á leiðinni í hangikjötspartý. Hefðirnar hjá Árna fjölskyldu eru öðruvísi en hjá minni.. eðlilega.
Ég neitaði að fara fram úr og fýlan lak af andlitinu á mér (spáið í frekju) ..jólin voru öööömurleg af því litla prinsessan fékk ekki hangikjöt.
Haldiði að maðurinn hafi ekki keyrt um bæjinn þveran og endilangan og bankað uppá hjá vinum og vandamönnum betlandi hangiframparta og grænar baunir :-D ..yndislegt.

Og saman elduðum við fyrsta jólamatinn okkar í nýja húsinu - tvö ein.
Lögðum fallega á stofuborðið og Árni kveikti á hættulega mörgum kertum. Stemningin var æðisleg og maturinn glettilega góður. Bestur af öllu var nú félagskapurinn - við erum einfaldlega svoooo góð saman ! *vææææææææm*

--------

Yndislegur hlutur gerðist áðan. Ég fattaði að ég á bara eftir að vinna einn dag á þessu ári :-) ..semsagt í dag. Og svo bara einn dag áður en við förum til Kúbu. Lúxuslíf á kellu !

Á næstu dögum eigum við von á góðum gestum. Erlan okkar og Inginn okkar ætla að koma og vera yfir áramótin. Alltaf notalegt að hafa þau í húsinu.
Á Gamlárs ætlum við að vera útí sveit, á Björgum og fara svo í bæjinn til að skjóta upp flugeldunum. Hver veit svo hvert kvöldið leiðir okkur...

Læt þetta duga í bili,
-Sunnfríður Markan.

sunnudagur, desember 24, 2006

Aðfangadagur !!!

Jibbííí skibbííí... ég er svo spennt að ég bara get varla skrifað. Það skrjáfar svo fallega í öllum pökkunum heima.. þeir hvísla : "sssssunna.. opnaðu mig..." ...en ég er búin að vera mjög dugleg. Það hafa engir pakkar "óvart opnast" ! Ótrúlegt !

Svo er besti hlutur EVER að gerast í vinnunni... Fengum riiiisa Macintosh dollu og ENGINN borðar minn mola. Undursamlegt. Kraftaverkin gerast svo sannarlega um jólin.

Ég hlakka mikið til að geta bloggað um jólagjafirnar mínar. Það ríkir líka sérstök spenna í sambandi við eina þeirra.. sem er síðan kannski ekki einusinni til. Hahahaha... Ég og Árni vorum búin að ákveða að gefa hvort öðru bara kokteil á Kúbu (erum að fara eftir 15 daga) og þessvegna engan pakka núna.
Svo er dýrið (Árni) búinn að vera að stríða mér undanfarið með einhverjum sögum um pantanir frá Rússlandi, KGB demantshringa og svoleiðis. .....meiri ruglukollurinn.
Ég ætla nú samt ekki að búast við neinu... nema jú kokteilnum á Kúbu :-)

....ég leitaði að jólalegri mynd á veraldarvefnum - en fann enga sem mig langaði að nota. Skelli því þessu vídjói hér inn í staðinn. Njótið vel.



Gleðileg jól elsku fólk,
Hafið það sem allra best og megið þið öll finna ljósið innra með ykkur.

*knús*
-Jóla-Sunna.