fimmtudagur, apríl 05, 2007

Gleðilegan Skírdag,

Mér finnst asnalegt að nota gula klósettsteina ! ....það er alltaf einsog það sé nýbúið að pissa í klósettið.

________________________________________

Hetja dagsins er Benedikt, ekki búálfur - hann sigraði reiðhjólakeppnina sem ég efndi til hér um daginn. Undirtektirnar voru vægast sagt dræmar.
Það mætti halda að mínir örfáu en dyggu lesendur létu mínar dyntóttu hugmyndir sig engu varða !

En Benni... hann veit hvað skiptir máli, og það er rassgatið á mér ! Ég ætla nefnilega að vera dugleg að hjóla í vinnuna í sumar. Svo ég fái buns of steel.
Ég hafði heitið verðlaunum fyrir þann sem reddaði mér hjóli - og stend við það að sjálfsögðu. Greini frá því síðar hvað hann Benni hlýtur að launum. ...get þó sagt ykkur að þið verðið öll græn af öfund !

________________________________________

p.s. Þið hafið 20 daga til að finna afmælisgjöf handa mér.

-Sönna.

miðvikudagur, apríl 04, 2007


Hæ umheimur...


Lífið er bara ágætt í dag. Fallegt veður á Norðurlandi og ég er bara að vinna 2 daga í þessari viku :-) Í dag og á morgun.

Ég ætla að hafa það svo notalegt um helgina. Fara í göngutúr, spila og föndra og kyssa kallinn !

Svo langaði mig að sýna ykkur hvað kvenleggurinn í fjölskyldunni minni er afskaplega fríður. Myndin var tekin um þarsíðustu helgi þegar systrahittingurinn var hjá mömmslu.
Það vantar þó reyndar Helenu á myndina... enda hefði myndin þá orðið aaaaalltof falleg. Það hefði ekki verið hægt að horfa beint á hana vegna ljómans. Í alvöru !



...og svo verð ég að sýna ykkur hvað ég á fallega mágkonu líka :-) Hér erum við Berglind á góðri stundu þessa umtöluðu helgi :



Bless í bili,

p.s. Nú hefst niðurtalningin formlega. Þið hafið 21 dag til að finna afmælisgjöf handa mér.
-Sunnhildur.