laugardagur, september 15, 2007

Sagan um Sunnu og eldriborgarana.

Rósóttir sundbolir og sundhettur í stíl, flutu tvist og bast í sundlaug Akureyrar í morgun. Kallarnir í rasssíðu sundskýlunum höfðu vit á því að halda sig í heitu pottunum. Grímseyjarferjan var þar afar heitt umræðuefni.
Sunna litla sat álengdar og hlustaði hugfangin á öldnu spekingana.
Á meðan eyrun nutu blaðursins, nutu augun þess að fylgjast með gömlu kellingunum gera æfingarnar sínar. Þetta kitlaði óneitanlega húmortaugina, því hreyfingarnar minntu ískyggilega á morgunæfingar Mr.Bean.


Það er snilld að fara í sund á morgnana. Þvílíkir demantar þar leynast. Ég er svo fegin að ég dreif mig. Og í dag er frítt í sund !

Næst á dagskrá er að finna blóma-sundhettu. Ohhh hvað ég yrði fín með svona eldriborgara sundhettu. *horfir dreymin útí loftið*

Hafið það gott í dag elskurnar mínar. Býst svosem ekkert endilega við að einhver lesi bloggið mitt í dag. Það er nú einusinni laugardagur.



-Sunnapi.

föstudagur, september 14, 2007

Jæja,

Það er allt að komast í samt lag aftur.
Með nokkrum undantekningum þó. T.d. að Sunnfríður hefur undanfarna 2 daga synt samtals 1300 m.
Það er ekki innan ramma normsins. En batnandi mönnum er best að lifa og allt það. Ég er líka mjög dugleg þessa dagana við að drekka græna-teið mitt. ....eða súrheys-safann, einsog samstarfsfélagar mínir kalla það.
Fæ mér spirutein-sjeik í morgunmat og svona... gvuð það þetta er áhugavert blogg. *kúg*

________________________________________________

Nú, svo er það helst í fréttum að þrjú ný myndaalbúm hafa litið dagsins ljós.
Endilega gæðið dag ykkar ljósi og gleði og skoðið myndirnar mínar. Ég vil ítreka að það er hægt að kommenta í albúminu. Þó svo að myndir segji auðvitað meira en 1000 orð.

takk í dag,
-Sundna.

þriðjudagur, september 11, 2007

... í guðsalmáttugsbænum PASSIÐ YKKUR !!!

Það er ójafnvægi í kosmósinu í dag.
Ég stóð mig að því að syngja með Shaggy lagi ! ...og þegar ég fór í Hagkaup áðan þá langaði mig ekkert í nammi.



OOOOOG mér datt í hug að fara í gönguferð í kvöld eftir 12 tíma vakt.
Á morgun ætla ég svo að kaupa mér sundkort.



WHAT IS UP WITH THE UNIVERSE ??!!

-Sunna.

mánudagur, september 10, 2007

Gleðilegan mánudag :-)

Mig langar í sushi.... ég er orðin helsjúk af sushi-þrá.
Upprunalega var þetta allt Berglindi og yndisstaðnum Haru að kenna.



....Nú get ég með góðri samvisku sagt að Gunnhildur sé orðin samsek.

Gunnhildur og Ásta komu til mín á laugardaginn og Gunnsa kenndi okkur að útbúa sushi. Það krefst þolinmæði og handlagni. Gunnhildur er góður kennari og hefur hún nú smitað mig af hinni ólæknandi sushi-veiru.
Það er kannski ekki girnilegt að tala um hráan mat og veirur í sömu andrá.. en ég held þið vitið hvað ég meina.

Þetta heppnaðist allt saman ótrúlega vel. Við átum okkur heimskar og lágum svo í hláturskasti í einhverskonar sushi-vímu. "Hristi-fés" og "purrr"-myndir léku aðalhlutverkið í fíflaganginum, ásamt albínóa-Hitler og Gosa. Alltaf fyndið að grínast með börn úr timbri. Yndislegt alveg. .....jú, það voru teknar myndir :-)

Við tókum þemað að sjálfsögðu alvarlega og mátti sjá asísk áhrif bæði á klæðaburðinum og sminkinu. Bambuskindlar vermdu útidyrahurðina og spádómskökur voru mölvaðar í lok matar.
Spekin sem úr þeim kom kætti viðstadda og átti afskaplega vel við - alveg er það merkilegt hvað það gerist oft.

Þess ber einnig að geta að Ferðafélagið GÁS var stofnað. GÁS er líka félag með áhuga á asískri matargerð. Meðlimir eru þrír.
Mér þykir líklegt að fleiri frétta sé að vænta af GÁS-unum von bráðar. Ansi gott teymi þar á ferð.

En já, ...bara takk fyrir mig stelpur. Þið rokkið ! Jap-rokkið !

-Sunna.