fimmtudagur, júní 22, 2006

Jæja,

Þá get ég loksins farið að gróðursetja sérpöntuðu bonzaitrén mín og byrjað fyrir alvöru á japanska steinagarðinum.
Gosbrunnarnir verða sóttir í dag, og ljónastytturnar sem við ætlum að setja við útidyrahurðina eru væntanlegar á morgun.

My wallett is to small for my twentys and my diamond shoes are too tight.

..gaman að bregða sér inn í óraunveruleikann af og til :-)

....í raunveruleikanum vorum við skötuhjúin rooosalega dugleg í gær. Runnarnir eru komnir á sinn stað. Búið að færa auka moldina/mölina á annan stað í garðinum og búið að dreifa úr perlumölinni.
Fíflafrumskógurinn meðfram stéttinni heyrir sögunni til og ýmsar ákvarðanir varðandi breytingar á garðinum hafa verið teknar. GAMAN !

_______________________________________________________
Speki dagsins í boði veraldarvefsins : "Listaverk er aldrei fullgert, aðeins lagt til hliðar."
_______________________________________________________

kærar þakkir fyrir að vera til,
-Sunna.

miðvikudagur, júní 21, 2006

jæja, jæja, jæja,...

Annar grár dagur á Akureyri.
Mig vantar sól og hlýju í kroppinn.

..sá reyndar í Mogganum að það er bara búinn að vera einn þurr dagur í Reykjavík í júní. Svo ég get eiginlega ekki kvartað.

Hin mikla gróðursetning mun fara fram í dag. Svo einhvern tímann á næstu dögum ætlum við að breyta garðinum hinumegin við hús. Gera þetta smekklegra. Taka fíflafrumskóginn og setja meira gras. Oooohhhhh... þetta verður svo fallegt :-)

...úff, þetta er verða eitthvað garðyrkjublogg...

veriði sæl,
og munið að vökva ræturnar, því annars vex blómið ekki.
Sunna.

þriðjudagur, júní 20, 2006


Það er grár dagur á Akureyri í dag...


Engin sól.. skýjað og mjög rigningarlegt.. hundleiðinlegt.
Skil ekki hvar blessað sumarið er.

Pabbi og Gunna kíktu í heimsókn í gær. Mjög gaman að sjá einhvern að sunnan.. Mig er verulega farið að langa til að fá einhvern í heimsókn í nokkra daga. En það er nú einsog það er.. fólk á ekkert alltaf frí á sömu dögum og maður sjálfur.

_______________________________________________
hahahahahahaha.... núna rétt í þessu var Steindi vaktstjóri að segja í kallkerfið í flugstöðinni : "Farþegar á leið til Reykjavíkur athugið.. SUNNA ER MYNDARLEG !" ....Ég hélt ég myndi deyja úr hlátri... :-D
_______________________________________________

Uuuuu.. annars er eiginlega ekkert að frétta. Nema að Árni gróf skurð götumegin við húsið okkar í gær. Hann er freaking Superman. Var ekkert smá fljótur að þessu.
Svo tók hann sér frí í dag og fyllti skurðinn með skít og mold og á morgun verður gróðursett.
Erum að þessu til að mynda smá skjól, fyrir vindi og fólki. Svo helluleggjum við örugglega næsta sumar.. þá verður komið eðal spot til að grilla og sitja úti og svona..
jáhh þ.e.a.s. ef það kemur einhvern tímann aftur sumar á Akureyri. Urrrrrr.....

Seacrest out,
Sunna.
_____________________________________________________
_____________________________________________________