miðvikudagur, júlí 30, 2008

Góðan dag

Kötturinn minn veit hvað er til í ísskápnum. Það er staðreynd sem er óneitanlega ógnvekjandi.
Ég neitaði að gefa honum annan mat en þann sem var í skálinni hans. Hann plantaði sér auðvitað fyrir framan ísskápinn og reyndi að gera sig eins sætan í framan og hann gat. Ég sagði honum að því miður væri "mamma" hans ekki búin að kaupa aftur mjúkan mat og opnaði ísskápinn, tja.. svona til að sanna mál mitt. Þá blasti þar við mér eitt bréf af Whiskas mjúkmat, eftirlæti Frosta.

Hann veit betur en ég hvað er til í ísskápnum.

Þetta vekur upp ýmsar aðrar spurningar um dulda hæfileika þessa kattar.
Gengur hann á afturfótunum einum saman þegar ég sé ekki til ?
Ætli hann kunni að lesa ? ......Ó guð, hvað ef hann er með blogg !?



Ég þarf að rannsaka leynilíf Frosta betur.
-S.