Home sweet home...
Mikið var stórkostlega gaman í Slóveníu.
Hér er smá ágrip :
Mánudagur:
Eftir vinnu settum við hjónaleysin undir okkur vængina og flugum til Reykjavíkur.
Mamma og Gunni tóku á móti okkur og við gistum hjá þeim í góðu yfirlæti. Alltaf gott að koma á "fornar" slóðir og láta sér líða vel í faðmi fjölskyldunnar.
Árni greyjið ennþá veikur og það eina sem hann gat hóstað upp fyrir svefninn var : "Þið grínist mikið" ...hahaha... :-)
Þriðjudagur:
Mamma skutlaði okkur á BSÍ um nóttina. Og við tók hin alræmda flugrúta.
Lentum um hádegi í Ljubljana - á móti okkur tóku Helena tengdó og Matjaz frændi.
Við gerðum okkur fljótt grein fyrir því að við tókum alltof mikið af hlýjum fötum með... veðrið var hreint stórkostlegt !
Mamma hans Árna var búin að græja fyrir okkur bílinn, fylla hann af eldsneyti svoleiðis. Svo við gátum lagt strax af stað sem leið lá uppí Trenta í bústaðinn.
Á leiðinni stoppuðum við við vatnið Bled. Það er staður sem allir ættu að heimsækja.
Rosalega fallegur staður. Og gaman að skoða kastalann, við fengum okkur einmitt að borða þar. Árni var mjög hugaður og fékk sér hákarlssteik... sem var dúndur góð. Ætluðum ekki að trúa því !
Eftir dágóða stund á fjallveginum með 50 beygjunum (no joke) komum við í bústaðinn. Fyrsta veran sem ég sá þar var myndarleg geit sem spratt úr spori um leið og hún sá þessi undur frá Íslandi.
Við villingarnir vorum ekki hressari en svo að við fórum að sofa fyrir 20:00 ....en vöknuðum líka mjög hress daginn eftir.
Miðvikudagur:
Mooooorgunmatur !!! Polli-salami, fransbrauð og majones. *smjatt*
Fórum í smá gönguferð og heilsuðum uppá geitahópinn. Hress dýr.
Gátum ekki farið í sturtu þarsem heita vatnið lét ekki sjá sig... Týpískt við að eitthvað bili ! Hahaha...
....já svo var brunað aftur upp og niður fjallgarðinn. Mér var farið að þykja vænt um veginn með beygjunum 50... þangað til við sáum að batterí-ljósið var kviknað í mælaborðinu ! Soldið stress - en kerran hafði það af til borgarinnar.
Verandi stundum soldið utanvið okkur þá pældum við ekkert meira í þessu ljósi. Vorum komin í borgina og þóttumst nokkuð örugg.
Komum okkur notalega fyrir í fínu íbúðinni sem tengdó eiga. Skelltum okkur í sturtu og röltum niður í miðbæ.
Fundum mjög fínan veitingastað og sprengdum okkur margfalt. Þriggja rétta máltíð með víni fyrir 4.000 íslenskar krónur. Já - hafiði það !
Nenntum ekki að gera neitt svo við fórum bara heim í íbúð og höfðum það kósý með snakk og súkkulaði (bara grægði - ekki hungur) og horfðum á Discovery. zzzzzZZZZZ...
Fimmtudagur:
Einsgott að við vorum úthvíld því dagurinn sem fyrir höndum var krafðist orku og úthalds.
Brunuðum í "sjoppíng senterið" BTC, (batteríljósið ennþá á nota bene) og hlupum fram og tilbaka og upp og niður einsog sönnun verlsunaróðum íslendingum sæmir. Fórum í miðbæjinn og svo aftur í BTC og ég veit ekki hvað og hvað.
Lögðum víst eitthvað ólöglega í eitt skiptið og það voru einhverjir elskulegir borgarstarfsmenn sem læstu dekkjunum á bílnum. Hahahaha.. við þurftum að finna "borgafyriraðlátaaflæsadekkjunumábílnum-staðinn", gerðum það og pössuðum okkur hvar við lögðum eftir þetta :-)
Þegar við vorum orðin sátt við skuldahalann ákváðum við að halda heim á leið, og viti menn - bíllinn dó ! Árni náði að láta hann renna uppá kant og á grasbala. Við gátum ekki annað en brosað þegar við horfðum á alla pokana aftur í og hugsuðum til þeirra sem geymdir voru í skottinu... úff... En það þýddi ekkert að hangsa, röltum á næsta pöbb og létum panta fyrir okkur leigubíl.
Árni og mamma hans fóru svo strax í bílabjörgunarleiðangur. Sem gekk vonum framar - fengum að vita að bíllinn yrði tilbúinn um morguninn. Það þurfti "bara" að skipta um alternator.
Seint og um síðir fórum við hjúin niður í bæ að leita matar.
En flestallir staðir lokaðir eða að loka á þessum tíma. Fundum þó pizzastað á endanum sem vildi næra okkur gegn vægu gjaldi.
Eftir matinn tók við kunnuglegt "ritual" - ég og Árni að maula og horfa á Discovery. "The dark side of hippos" ef ég man rétt :-) Mjög áhugavert. Skáluðum reyndar í smá kampavíni fyrst - af því við erum svo æðisleg.
Föstudagur:
Hittum Matjaz í hádegismat - gaman að sjá hann.
Kláruðum að versla ! Hahahaha... Einsog það hafi verið nauðsynlegt. Okkur tókst að kreista síðustu krónurnar úr veskjunum og gera það nær ómögulegt að loka ferðatöskunum.
Vorum aaaaaafar sátt og sæl.
Gerðum kostakaup, borðuðum góðan mat í hvert mál og nutum okkar í botn.
Nú var komið að heimferð.
Matjaz keyrði okkur á flugvöllinn... eða flaug okkur eiginlega - þvílík keyrsla ! Hahahaha.. úff.
Lentum í rosa traffík og það munaði engu að við misstum af vélinni. Vorum kölluð upp og allt. Jeminn - ég var ekkert smá stressuð.
En allt hafðist þetta á endanum. Horfðum á 3 bíómyndir á leiðinni heim og tíminn leið nokkuð hratt.
Gistum svo hjá Inga og Erlu - þau eru snillingar.... og í dag flaug ég norður og hversdagsleikinn er tekinn við á ný :-) ....æjj það er líka bara allt í lagi !
Ég veit að söknuðurinn hefur verið að drepa ykkur mörg hver. En nú er ég komin aftur og viskan mun flæða....
Takk fyrir að eyða þessum tíma í lesa þusið mitt - þetta eru mínútur sem þið fáið aldrei aftur !
Nasvidanja,
-Sunna.
Mikið var stórkostlega gaman í Slóveníu.
Hér er smá ágrip :
Mánudagur:
Eftir vinnu settum við hjónaleysin undir okkur vængina og flugum til Reykjavíkur.
Mamma og Gunni tóku á móti okkur og við gistum hjá þeim í góðu yfirlæti. Alltaf gott að koma á "fornar" slóðir og láta sér líða vel í faðmi fjölskyldunnar.
Árni greyjið ennþá veikur og það eina sem hann gat hóstað upp fyrir svefninn var : "Þið grínist mikið" ...hahaha... :-)
Þriðjudagur:
Mamma skutlaði okkur á BSÍ um nóttina. Og við tók hin alræmda flugrúta.
Lentum um hádegi í Ljubljana - á móti okkur tóku Helena tengdó og Matjaz frændi.
Við gerðum okkur fljótt grein fyrir því að við tókum alltof mikið af hlýjum fötum með... veðrið var hreint stórkostlegt !
Mamma hans Árna var búin að græja fyrir okkur bílinn, fylla hann af eldsneyti svoleiðis. Svo við gátum lagt strax af stað sem leið lá uppí Trenta í bústaðinn.
Á leiðinni stoppuðum við við vatnið Bled. Það er staður sem allir ættu að heimsækja.
Rosalega fallegur staður. Og gaman að skoða kastalann, við fengum okkur einmitt að borða þar. Árni var mjög hugaður og fékk sér hákarlssteik... sem var dúndur góð. Ætluðum ekki að trúa því !
Eftir dágóða stund á fjallveginum með 50 beygjunum (no joke) komum við í bústaðinn. Fyrsta veran sem ég sá þar var myndarleg geit sem spratt úr spori um leið og hún sá þessi undur frá Íslandi.
Við villingarnir vorum ekki hressari en svo að við fórum að sofa fyrir 20:00 ....en vöknuðum líka mjög hress daginn eftir.
Miðvikudagur:
Mooooorgunmatur !!! Polli-salami, fransbrauð og majones. *smjatt*
Fórum í smá gönguferð og heilsuðum uppá geitahópinn. Hress dýr.
Gátum ekki farið í sturtu þarsem heita vatnið lét ekki sjá sig... Týpískt við að eitthvað bili ! Hahaha...
....já svo var brunað aftur upp og niður fjallgarðinn. Mér var farið að þykja vænt um veginn með beygjunum 50... þangað til við sáum að batterí-ljósið var kviknað í mælaborðinu ! Soldið stress - en kerran hafði það af til borgarinnar.
Verandi stundum soldið utanvið okkur þá pældum við ekkert meira í þessu ljósi. Vorum komin í borgina og þóttumst nokkuð örugg.
Komum okkur notalega fyrir í fínu íbúðinni sem tengdó eiga. Skelltum okkur í sturtu og röltum niður í miðbæ.
Fundum mjög fínan veitingastað og sprengdum okkur margfalt. Þriggja rétta máltíð með víni fyrir 4.000 íslenskar krónur. Já - hafiði það !
Nenntum ekki að gera neitt svo við fórum bara heim í íbúð og höfðum það kósý með snakk og súkkulaði (bara grægði - ekki hungur) og horfðum á Discovery. zzzzzZZZZZ...
Fimmtudagur:
Einsgott að við vorum úthvíld því dagurinn sem fyrir höndum var krafðist orku og úthalds.
Brunuðum í "sjoppíng senterið" BTC, (batteríljósið ennþá á nota bene) og hlupum fram og tilbaka og upp og niður einsog sönnun verlsunaróðum íslendingum sæmir. Fórum í miðbæjinn og svo aftur í BTC og ég veit ekki hvað og hvað.
Lögðum víst eitthvað ólöglega í eitt skiptið og það voru einhverjir elskulegir borgarstarfsmenn sem læstu dekkjunum á bílnum. Hahahaha.. við þurftum að finna "borgafyriraðlátaaflæsadekkjunumábílnum-staðinn", gerðum það og pössuðum okkur hvar við lögðum eftir þetta :-)
Þegar við vorum orðin sátt við skuldahalann ákváðum við að halda heim á leið, og viti menn - bíllinn dó ! Árni náði að láta hann renna uppá kant og á grasbala. Við gátum ekki annað en brosað þegar við horfðum á alla pokana aftur í og hugsuðum til þeirra sem geymdir voru í skottinu... úff... En það þýddi ekkert að hangsa, röltum á næsta pöbb og létum panta fyrir okkur leigubíl.
Árni og mamma hans fóru svo strax í bílabjörgunarleiðangur. Sem gekk vonum framar - fengum að vita að bíllinn yrði tilbúinn um morguninn. Það þurfti "bara" að skipta um alternator.
Seint og um síðir fórum við hjúin niður í bæ að leita matar.
En flestallir staðir lokaðir eða að loka á þessum tíma. Fundum þó pizzastað á endanum sem vildi næra okkur gegn vægu gjaldi.
Eftir matinn tók við kunnuglegt "ritual" - ég og Árni að maula og horfa á Discovery. "The dark side of hippos" ef ég man rétt :-) Mjög áhugavert. Skáluðum reyndar í smá kampavíni fyrst - af því við erum svo æðisleg.
Föstudagur:
Hittum Matjaz í hádegismat - gaman að sjá hann.
Kláruðum að versla ! Hahahaha... Einsog það hafi verið nauðsynlegt. Okkur tókst að kreista síðustu krónurnar úr veskjunum og gera það nær ómögulegt að loka ferðatöskunum.
Vorum aaaaaafar sátt og sæl.
Gerðum kostakaup, borðuðum góðan mat í hvert mál og nutum okkar í botn.
Nú var komið að heimferð.
Matjaz keyrði okkur á flugvöllinn... eða flaug okkur eiginlega - þvílík keyrsla ! Hahahaha.. úff.
Lentum í rosa traffík og það munaði engu að við misstum af vélinni. Vorum kölluð upp og allt. Jeminn - ég var ekkert smá stressuð.
En allt hafðist þetta á endanum. Horfðum á 3 bíómyndir á leiðinni heim og tíminn leið nokkuð hratt.
Gistum svo hjá Inga og Erlu - þau eru snillingar.... og í dag flaug ég norður og hversdagsleikinn er tekinn við á ný :-) ....æjj það er líka bara allt í lagi !
Ég veit að söknuðurinn hefur verið að drepa ykkur mörg hver. En nú er ég komin aftur og viskan mun flæða....
Takk fyrir að eyða þessum tíma í lesa þusið mitt - þetta eru mínútur sem þið fáið aldrei aftur !
Nasvidanja,
-Sunna.