mánudagur, september 22, 2008

Takk !

Ég þakka góða þátttöku í hárkosningunni.
Nú mun ég leggjast undir feld og hugsa minn gang. Einsog gefur að skilja er þetta afskaplega mikilvæg ákvörðun, og gæti líf mitt snarlega breyst til hins verra ef röng ákvörðun er tekin.
Hinsvegar gæti það bestnað ef rétt ákvörðun er tekin.
Þið sjáið hvurslags gríðarlegri pressu ég er undir !

Grííííííín.
Hverjum er ekki sama.

__________________________________________________

Nú styttist óðum í að ástkær bróðir minn og hans undurfagra eiginkona haldi heim á leið. ...fyrir þeirra hönd er ég leið yfir að veru þeirra á þessum ævintýrastað sé lokið - en jafnframt hæstánægð að fá þau nær mér.

Væri of mikið að biðja þau að flytja til Akureyrar ? ....ehemmm..... Ég get auðvitað voða lítið kvartað undan söknuði þarsem ég fékk náttúrulega að eyða 3 dásamlegum vikum með þeim á Suðurhveli. Ennþá færist bros yfir andlitið á mér þegar ég hugsa um tímann þar. .....sjálfsagt verður það alltaf svo. *andvarp*

Þau ætla að halda heimkomuveislu með þemanu "South Pacific". Þess er krafist að veislugestir klæði sig í samræmi við þemað, og erum við Árni búin að vera sveitt að hanna og sauma og útfæra herlegheitin. Við verðum án efa flottust ! Sem að sjálfsögðu er markmiðið, því veitt verða verðlaun fyrir flottustu búningana.

Takk í bili,
-Sunna Suður-Kyrrahafs-Kjélling.