fimmtudagur, nóvember 29, 2007

Aaahhh....

Þann 4.janúar verðum við komin hingað :





Hlakka til... :-)
Besta er að ég missi ekkert úr skólanum því hann byrjar ekki fyrren í lok janúar.
Vúhaaa !!! Ætla að vera meganörd og taka bækurnar með mér út - það kemur svo í ljós hvort eitthvað verður gluggað í þær. Líkur benda nú til þess að mann verði frekar að finna í heitapottinum með kaldan mjöð í hönd - en við skulum sjá til. Er maður ekki sífellt að koma sjálfum sér á óvart ??

-Sunna sól.

miðvikudagur, nóvember 28, 2007

LEIÐRÉTTING !!!

RFR var að hringja í mig... ein einkunninn mín var að breytast úr 7,5 í 10,0 !!! Einhver villa í gangi - jaaa... ég kvarta ekki ;-)

Haldiði að stelpan sé þá ekki með 9,0 í meðaleinkunn !

PeaceOut
-S.
Í fréttum er þetta helst...

Sunnfríður er búin í skólaprófunum.
Og það gekk bara svona hellllvíti vel :-)

Skemmst frá því að segja svona held ég : 7,5-7,5-8,4-9,5-10,0

Næst á dagskrá eru flugmálastjórnarprófin eftir mánuð OG HEIMSYFIRRÁÐ ! Múwahahahaha....

____________________________________________________

Frábær hlutur gerist á fimmtudaginn. Ole og Sorina koma til okkar. Þau eru einmitt bestu vinir okkar í Scoresbysundi. Ég hlakka alveg svakalega til að hitta þau. Algjör forréttindi að fá að hitta þau aftur í ár. Ég bjóst ekki við að sjá þau fyrren í fyrsta lagi í Maí 2008.

Þau lentu í þeim hræðilega hlut að missa aleiguna í bruna fyrir skemmstu. Það er algjört lán að þau lifðu af ! Það eru allir að leggjast á eitt við að hjálpa þeim. Tengdó ákváðu að bjóða þeim hingað til Íslands - gott að skipta um umhverfi eftir svona.

Mig langaði að biðja ykkur sem eruð að gera jólahreingerninguna í fataskápunum að koma til mín því sem þið viljið losna við. Það munar um allt !

bless í bili dúfurnar mínar,
-Sunna.