sunnudagur, desember 23, 2007

Þorlákur...

...þetta er messan þín.

Ég er að vinna. Fólk er fyndið á þessum árstíma. Histerían er í algleymingi.
Við verðum nú að hjálpast að við að muna um hvað þetta snýst alltsaman. Reynum að hafa það notalegt og jörðum þetta blessaða stress ! KOMASVO !

Í kvöld ætla ég að horfa á Nightmare Before Christmas og sötra jólabjór.
Ég hlakka svo óskaplega til á morgun. Ætla að fara í endalaust langa sturtu, senda fallegar hugsanir til ástvina minna og borða nammi í morgunmat.
Við förum svo snemma útað Björgum og dundum okkur við að elda dýrindis krásir.
Ég finn lykt af yndislegum degi.

Ég set inn hérna mynd frá Jóladegi í fyrra. Þá vorum við skötuhjúin bara tvö með hangikjötsveislu og spiluðum svo póker frameftir nóttu. Snilldar dagur, kvöld og nótt. .....þ.e.a.s. þegar ég var búin að jafna mig á frekjukastinu mínu. Var í sjokki yfir því að fara ekki í neina hangikjötsveislu - hefðirnar Árna megin eru aðeins frábrugðnar mínum. Greyið ástin mín sagðist aðeins þurfa að skreppa og hann keyrði um allan bæ og betlaði hangikjötsbita, grænar baunir og kartöflur af vinum og kunningjum. Hahahaha...
Gaman að þessu - svona geta "slysin" orðið að hefð, því í ár ætlum við að endurtaka leikinn, ..vera bara tvö með hangikjötsveislu og spila póker frameftir :-) ......nema núna er kjötið og meðlætið komið í ísskápinn. Ég klikka ekki á þessu aftur.



Skál skál skál - fyrir okkur tveim.
Gleðileg jól, ..mér þykir vænt um ykkur.. velflest - æji þið vitið hver þið eruð.

-Jólastelpan.