föstudagur, júní 09, 2006

Jæja,
nú er litla fríið mitt á enda.. Var að vinna í dag

Ég er nú ekki búin að sitja aðgerðarlaus, óóóóóónei ! Þreif allt húsið hátt og lágt, olíubar kommóðuna í forstofunni, þreif bílinn að innan og utan... the list goes on and on.... neinei, þetta er nú allt sem ég gerði :)

Ægir Daði er líka búinn að vera í heimsókn hjá okkur síðan á þriðjudaginn. Honum líst heldur betur vel á nýju heimkynni okkar, og sefur eins og engill í nýja húsinu. Það er þó ekki hægt að segja um alla íbúa hússins... á þriðjudagskvöldið hrutu þrír ættliðir samtímis. ...Það hvarlaði að mér að hringja í David Attenborough, mér fannst að þetta hlyti að vera einsdæmi og einhverskonar náttúruundur, slík voru óhljóðin.

Í kvöld ætla Jói, vinur Árna, og kærastan hans hún Halldóra að koma í heimsókn og elda með okkur :-)
Ægir litli er í heimsókn hjá ömmu sinni útá Björgum og gistir í nótt.

.....hey eitt mjög skemmtilegt...
Fyrir áramót var ég fengin í verkefni í gegnum Eskimo Models. Farðaði fyrir mastersverkerfni hjá tveimur sænskum design nemum. Gekk mjög vel og myndirnar voru á sýningu í Gautaborg og í Vín.
Svo fékk ég e-mail í dag .... og verkefnið verður að bók :-) ..þar verður allavega ein mynd sem ég á soldið í.. gaman !

Kíkið á !!!! Hér er síðan þeirra :-)
hilsen,
SunnaSunnSunn.

mánudagur, júní 05, 2006

Sunna Hvíta reporting from Akureyri Airport.
Annar í Hvítasunnu.. og ég er ennþá jafn hvít.

Núna eru loksins komnar inn myndir af húsinu :-)
Var að dunda mér við þetta áður en ég mætti í vinnuna. Þetta er nýja áhugamálið mitt.. Finnst mjög gaman að vesenast í þessu myndadóti.
Það er líka úr svo mörgum myndum að velja, við Árni meigum nú eiga það að við erum dugleg að taka myndir :-)

Smelli kannski inn nokkrum myndum frá Grænlandsferðinni. Mjög mörg Kodak-moment í þeirri ferð.

Annars er bara allt gott að frétta héðan úr blíðunni á Akureyri (grenjandi rigning). Erum að reyna að finna út hvenær við getum fengið Ægir litla í heimsókn til okkar. Það verður gaman að sjá hvernig hann verður í nýja húsinu :-) Vonandi gengur það bara eins vel og með Frosta.. hehehe.

bestu kveðjur,
-Sunna.

sunnudagur, júní 04, 2006

Jæja, þá er maður mættur í vinnu, á sjálfan Hvítasunnudag.
Sunna sjálf er líka hvít sem kríuskítur... alveg kominn tími á smá brúnku.

Gærkvöldið var ósköp notalegt. Ég eldaði pasta a la Anna Þóra *blikk* :-)
Hlynur kíkti í heimsókn. Á meðan ég nördaðist við að setja upp myndasíðuna horfðu þeir á video.
Það eru semsagt komnar inn myndir :-) ...skoða takk !

Helena og Siggi (tengdó), komu svo frá Grænlandi í gær. Kíktu til okkar í hádeginu, og gáfu mér blóm... víííí, alltaf gaman að fá blóm. Þeim leist auðvitað rosalega vel á parketið. Það er líka svo faaaaallegt :-)

Ég get ekki beðið eftir að komast aftur til Grænlands. Þessar 2 vikur sem ég var þar núna í april voru alveg frábærar. Fólkið er frábært, kyrrðin og fegurðin ólýsanleg, maturinn reyndar ekki upp á marga fiska :-) hehehe... Sérstaklega ekki fyrir manneskju sem er ekki mikið fyrir rautt kjöt.
En ég smakkaði nú allt sem lagt var á borð fyrir mig, t.d. sauðnaut (mjög gott), ísbjarnarkjöt (..ágætt, leið samt einsog ég væri að gera eitthvað af mér með því að borða það.. og aaaalltof þungt í maga) ...svo smakkaði ég náhvalsfitu (húðin blágrá og gúmmíkennd og fitan neðan á slímug... bðððöööö... það var Fear factor momentið mitt. Ég var mjög dugleg, kláraði allt sem mér var gefið. Það verður nú samt einhver bið á því að ég láti þetta aftur inn fyrir mínar varir.

......ég þarf bráðum að skrifa smá pistil um matinn sem við pöntum hérna í vinnunni. Kapituli útaf fyrir sig. Til gamans má nefna skósóla-samlokurnar, desertinn sem var útþynnt jarðaberjasulta og franskarnar sem litu út eins og þær væru rétt að klára Reykjavíkurmaraþonið... semsagt sveittari en góðu hófi gegnir.
Í dag er reyndar lokað í þessu yndislega eldhúsi.. svo við pöntum okkur örugglega frá Greifanum... mmmmm... það er lúxus :-)

ohh well,
kannski maður fari að gera eitthvað gagn, dagurinn er reyndar mjög rólegur.
Hlakka til að fara heim til kallsins og glápa á einhverja eðal BBC heimildarþætti.. eða National Geographic þætti... Love it !

hilsen,
-Sunna.