Jæja,
nú er litla fríið mitt á enda.. Var að vinna í dag
Ég er nú ekki búin að sitja aðgerðarlaus, óóóóóónei ! Þreif allt húsið hátt og lágt, olíubar kommóðuna í forstofunni, þreif bílinn að innan og utan... the list goes on and on.... neinei, þetta er nú allt sem ég gerði :)
Ægir Daði er líka búinn að vera í heimsókn hjá okkur síðan á þriðjudaginn. Honum líst heldur betur vel á nýju heimkynni okkar, og sefur eins og engill í nýja húsinu. Það er þó ekki hægt að segja um alla íbúa hússins... á þriðjudagskvöldið hrutu þrír ættliðir samtímis. ...Það hvarlaði að mér að hringja í David Attenborough, mér fannst að þetta hlyti að vera einsdæmi og einhverskonar náttúruundur, slík voru óhljóðin.
Í kvöld ætla Jói, vinur Árna, og kærastan hans hún Halldóra að koma í heimsókn og elda með okkur :-)
Ægir litli er í heimsókn hjá ömmu sinni útá Björgum og gistir í nótt.
.....hey eitt mjög skemmtilegt...
Fyrir áramót var ég fengin í verkefni í gegnum Eskimo Models. Farðaði fyrir mastersverkerfni hjá tveimur sænskum design nemum. Gekk mjög vel og myndirnar voru á sýningu í Gautaborg og í Vín.
Svo fékk ég e-mail í dag .... og verkefnið verður að bók :-) ..þar verður allavega ein mynd sem ég á soldið í.. gaman !
Kíkið á !!!! Hér er síðan þeirra :-)
hilsen,
SunnaSunnSunn.
nú er litla fríið mitt á enda.. Var að vinna í dag
Ég er nú ekki búin að sitja aðgerðarlaus, óóóóóónei ! Þreif allt húsið hátt og lágt, olíubar kommóðuna í forstofunni, þreif bílinn að innan og utan... the list goes on and on.... neinei, þetta er nú allt sem ég gerði :)
Ægir Daði er líka búinn að vera í heimsókn hjá okkur síðan á þriðjudaginn. Honum líst heldur betur vel á nýju heimkynni okkar, og sefur eins og engill í nýja húsinu. Það er þó ekki hægt að segja um alla íbúa hússins... á þriðjudagskvöldið hrutu þrír ættliðir samtímis. ...Það hvarlaði að mér að hringja í David Attenborough, mér fannst að þetta hlyti að vera einsdæmi og einhverskonar náttúruundur, slík voru óhljóðin.
Í kvöld ætla Jói, vinur Árna, og kærastan hans hún Halldóra að koma í heimsókn og elda með okkur :-)
Ægir litli er í heimsókn hjá ömmu sinni útá Björgum og gistir í nótt.
.....hey eitt mjög skemmtilegt...
Fyrir áramót var ég fengin í verkefni í gegnum Eskimo Models. Farðaði fyrir mastersverkerfni hjá tveimur sænskum design nemum. Gekk mjög vel og myndirnar voru á sýningu í Gautaborg og í Vín.
Svo fékk ég e-mail í dag .... og verkefnið verður að bók :-) ..þar verður allavega ein mynd sem ég á soldið í.. gaman !
Kíkið á !!!! Hér er síðan þeirra :-)
hilsen,
SunnaSunnSunn.