fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Menning á undan ómenningu...

Í kvöld ætla ég að drífa Pernille út á lífið. Ætlum að fara á tónleika með Fabúlu á Græna Hattinum.
Borgar sig að sýna henni menningu áður en ég dreg hana með mér í svaðið á laugardaginn.

Undirbúningurinn fyrir hið mikla rednekk-afmæli er í hámarki. Múwahaha.. hlakka svo til.
Er búin að gera mitt besta til að útskýra fyrir Pernille hvað "Rednecks" eru. Það er merkilega erfitt - og þeir eru ábyggilega ekkert sniðugir ef maður hefur ekki séð neitt sem tengist þeim. T.d. My Name Is Earl eða Larry The Cable Guy.

Fann þessa merkilegu og mjögsvo hjálplegu síðu áðan: -----> hehehehe....

Thats all folks,
-Sunns.

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Tímabundið gæludýr...

Það er grænlensk stelpa í heimsókn hjá okkur. Algjört krútt.
Hún heitir Pernille, er tvítug og uppáhaldsliturinn hennar er svartur. ...held ég - hún er allavega alltaf í svörtum fötum... úúú kannski elskar hún bara hljómsveitina ?!
Hún kemur með mér í vinnuna og er að læra á bókunarkerfið okkar. Rosa dugleg.
Hún er frá Ittoqqortormiit (Scoresbysund) og eins og alþjóð ætti að vita þá var ég þar í apríl á þessu ári og varð hreinlega ástfangin af landi og þjóð.



Ég get nú annars voða lítið tjáð mig um hana Pernille okkar að öðru leyti.
...nema jú.. hún geymir tannburstann sinn í sturtunni :-o

Planið er svo að skralla aðeins með henni um helgina.
Afmæli hjá Benna á lau. "Redneck-þema" ..yeahhh ! ..hehehe.. það verður fróðlegt að sjá útganginn á sumum.

Veit ekki hvort ég píni grænlendinginn í búning.
Eru þeir ekki hinir einu sönnu redneckar norðursins ?? ..eða eru það kannski færeyingar frekar ??

Kannski eru það bara við íslendingar...
Maður spyr sig.

kærar selkjötskveðjur,
-Sunnooqqwa.

sunnudagur, október 29, 2006

Mér leiðist í vinnunni..

Sunnudagur og ekkert að gera. ...eða þið vitið auðvitað fullt að gera - bara dauðir tímar inná milli.
Af þessum sökum hef ég ákveðið að gera smá myndablogg tileinkað mínum heittelskaða.

...jebb, he has a thing for Jennifer Garner ;-)
Mér finnst hún reyndar alls ekki slæm. Hún er sérstök að því leytinu til að hún er bæði hasarpía, skvísa og ótrúlegt krútt.

(smella á mynd til að stækka)

















...jamm, hin mörgu andlit Jennifer Garner.

kær kveðja frá bloggaranum tilgangslausa,
-Sunna