fimmtudagur, september 07, 2006

Tæknilegir örðugleikar...

Ég byrjaði að setja inn myndirnar í gær og tókst að troða inn nokkrum frá Sprengisandi.
Tölvan hinsvegar neitaði að leyfa mér að klára. Samningaviðræður standa nú yfir. Vona að við komumst yfir þennan ágreining.
Surprise-myndirnar bíða því betri tíma...

...ég sem var í svo miklu "setja-inn-myndir-stuði" í gær :-(

Kl.20:30 í kvöld verð ég komin í helgarfrí.
Við Árni vorum svo dugleg að skúra Nonna Travel í gær. Ég er ekkert smá fegin því í dag.
Ætla að eyða morgundeginum í deeeeeeeekur. Ójá !
Mér finnst nefnilega ekkert bjúrífúl þessa dagana... Ætla að bæta úr því á morgun.

Just you wait and see... WHOAHH ! :-)

-Sunns.

miðvikudagur, september 06, 2006

VAAAAÁÁÁÁÁÁÁ !!!

...þetta er svo faaaaaallegt :-D
Ég er alsæl með nýja fallega skvísu-bloggið mitt.

Fyrir utan það vesen að þurfa að setja alla linka inn aftur. Ég gerði smá skvísu-mistök og gleymdi að kópera úr template áður en ég breytti... thíhíhí..
Endilega kommentið og látið mig hafa urlið ykkar ef þið viljir link.

Plön helgarinnar eru í uppnámi...
Matarboðið frestast !
Hann Jói okkar, sjómaðurinn ógurlegi, þarf sennilega að fara á sjóinn á sunnudaginnn.
Við erum því að hugsa um að leyfa honum og hans fallegu konu að eiga notalega stund í friði bara.
Ég er soldið leið.. hlakkaði til að hitta þau. Þau eru svo frábær.
En þetta bíður bara betri tíma.
Svo þarf ég nú að heyra í henni Halldóru minni þó að Jói og Árni séu ekki með í hittingnum. Mig nefnilega sárvantar góða vinkonu hérna á Akureyri. Og hún Halldóra er alveg einstök.

Sjáiði bara hvað við erum glæsileg samloka :



Í raun og veru á ég ekkert að vera að kvarta yfir helginni...
Ásta mín kemur á föstudaginn að hitta hann Hlyn sinn (já og okkur Árna auðvitað)
Ég spái því að fararskjótinn hennar verði annað hvort bleikt ský eða vængir ástarinnar !

Við ætlum að hafa það kósý á laugardagskvöldið. Þó er aldrei að vita nema hin fjögur fræknu muni framkalla einhvern hávaða og stíga nokkur lauflétt og velvalin dansspor :-)
Hlakka til að sjá þig Ásta mín *knús*

...best að halda áfram að vinna... Vaktin bráðum búin.

-Sunnydale.
Óskýrar línur...

Það má hafa þjóna og butlera og svoleiðis,
og það má hafa kokka... au-pair og skiptinema sem eru neyddir til að vaska upp....

EN ÞAÐ MÁ EKKI EIGA ÞRÆLA !? ....hvenær hættir illa launaða misnotaða au-pair stelpan að vera au-pair og verður þræll ?

Já, línur eru óskýrar....
Stundum veit ég tildæmis ekki hvar Frosti endar og sumir aðrir hlutir byrja :



Þessi vinnuvika er ein þeirra sem vert að hrópa húrra fyrir. Vinn bara 2 daga, í dag og á morgun og svo ekkert fyrr en á mánudaginn.
Sweet !
Þetta er vegna þess að vaktirnar okkar í vetur eru 12 tímar.
Vá hvað það er þess virði fyrir allt þetta frí.
Þetta mun koma sér vel þarsem ég á eftir að sauma gardínur og halda áfram að gera fínt í fallega húsinu mínu.

Breytti smá heima í gær. Er komin með fyrirtaks aðstöðu fyrir eyrnalokkana mína and all the other bling-bling. Það er nú staðsett hjá öllum yndisfögru skónum mínum. Góður félagskapur það !

...hmm.... kannski fer ég í gullskónum mínum til Jóa & Halldóru á föstudaginn...
Hef aldrei farið í þeim útúr húsi...
Thíhíhíhíhí...

Spennó McFennó :-D
-Sunna.