fimmtudagur, apríl 19, 2007

Þá er það ákveðið !

Sunnfríður, eða einsog hún heitir á fræðimálinu Solaes Retardos, hefur ákveðið að halda smá afmælisfögnuð annaðkvöld.
Aðeins sérvaldir og aaafar sérstakir einstaklingar fá að mæta !



Hér kemur svo síðasta afmælisgjafahugmyndin í bili :

Bráðvantar einn svona ----> :-)

...Svo ég geti gert svona :



Allir verða að eiga drauma...

Skál fyrir mér !

-Sunna.

miðvikudagur, apríl 18, 2007

Benni hefur einstakt lag...

...á að finna mestu sýruna á veraldarvefnum !
Hér er dæmi :



...ég dó.
Takk fyrir að drepa mig Benni. Takk æðislega.

..........................nú eru 7 dagar til stefnu krakkar mínir. Fólk hefur oft fundið frábæra afmælisgjöf á skemmri tíma. Ég hef trú á ykkur !

-Sunna.

sunnudagur, apríl 15, 2007

Afmælisgjafir... eða POW !!!! Þið í drrrrassssl !



10 dagar til stefnu, sem er meira en nóg !
Ég mun dæma vináttuna útfrá gjöfunum. Finnst bara sanngjarnt að þið vitið það. Nenni ekki að vera í einhverjum leikjum og þykjast vera heilbrigð.

___________________________________________________

Ég kíkti út að dansa með Ölfu minni í gær. Og uppskar harðsperrur í lærunum... I blame Beyoncé. *ehemm* ...flestir sem hafa villst með mér á dansgólfið þegar visst lag hljómar, ættu að vita hversvegna líkami minn er þreyttur í dag.

Annars er nú svosem ekkert að frétta....
Er að vinna í dag og það er mjög fallegt veður. Mig langar í flugferð... Svo svo svo mikið :-/
En það verður að bíða.

Hér er enn ein afmælisgjafahugmyndin. Ég trúi varla eigin gæsku að aðstoða svona vel við þetta.

-Súnna.