laugardagur, júní 03, 2006

HAHAHAHAHAHA... ég er svo fyndin... ég vissi ekki að ég þyrfti að samþykkja commentin ! .....hélt að enginn elskaði mig... en svo bara elska mig milljón manns :-)

Ég er fríi í dag.. erum búin að vera mjög búsældarleg.. taka til, gera stór innkaup og svona. Er að hugsa um að enda daginn á að sauma samfesting á Frosta.. bara til að vera extra myndarleg !

Hengdum loksins upp myndir í gær, allt að verða mjög heimilislegt.
Fljótlega ætla ég að fara í að setja upp myndasíðuna, svo þetta verði nú alveg ekta nördalegt hjá mér. Get sagt að ég búi í The Nerd Cave... og alltaf þegar við förum út þá gæti ég sagt : To the Nerd-Mobile ! ...mmm... það væri gaman ...*horfir dreymin útí loftið*
En nóg um það :-)

Ég sit núna við okkar stórglæsilega stofuborð, það verður nú gaman að halda matarboðin hér skal ég segja ykkur. Ætla að smella mér út bráðum. Það er alveg dúndrandi blíða, 18 stiga hiti.
Árni hefur greinilega ákveðið að fara í sitt sólbað inni... steinsofnaði um leið og hann lagðist niður. Hann er svo vær þessi elska ...hahahaha.

yfir og út í bili, og endilega commentið eins og vindurinn. Gaman að heyra frá ykkur.

-SunnSunn.

fimmtudagur, júní 01, 2006

La la la la laaaa...

Eldhress alveg... vaknaði kl.06 í morgun. Er semsagt á morgunvakt í vinnunni. Frekar ókristilegt að rífa mann svona snemma á fætur... bððððööö... eða það finnst allavega kúrudýrinu ógurlega.

Ég get nú reyndar ekki kvartað... var í fríi í gær og fékk að sofa út með kallinum yndisfríða. Afar notalegt skal ég segja ykkur.
Við smelltum okkur í hinar ýmsustu húsgagnaverslanir hér í bæ, ....erum að leita okkur að sófaborði úr dökkum við. Fundum ekkert. Ætli þetta endi ekki með því að maður verslar þetta í minni eftirlætis búð ..ævintýralandinu Ikea. Ég segji "ævintýralandinu" ... því það gerast alltaf stórmerkilegir hlutir þarna inni... Maður ætlar ALLTAF bara að kaupa einn tvo hluti... áður en maður veit af er karfan orðin smekkfull af einhverju "bráðnauðsynlegu" ...og maður gleymir að kaupa hlutinn sem maður ætlaði að kaupa. Þetta er svona, ég er búin að rannsaka þetta. ..Eeeeeen það gerir ekkert til, því allt er svo ódýrt í Ikea OG fallegt ! :-D

Í dag er ég bara að vinna til 14:45.... afþví ég mætti svo snemma.
Ætla að kaupa merkispjald á Frosta-dýrið. Árni og pabbi hans settu upp kisuhurðina í gær. Svo að litli prinsinn er kominn með sérinngang. Lúxus á kvikindinu :-)

...svoooooo er ég í fríi á morgun OG hinn ! JEI JEI JEI :-D (..en að vinna á sunnudaginn... hugsum ekkert um það strax.. hehe)

nowa I´ma gonna goa toa worka.
-Sun.

þriðjudagur, maí 30, 2006

...jáhhh ég fann aldeilis fínar myndir af miss gorgeous .... Thelmu minni... inná Eskimo síðunni.... Endilega skoðið og dáist að fegurðinni i fjölskyldunni... aðdáunin mun náttúrulega ná algeru hámarki þegar myndasíðan mín og Árna verður komin í gagnið... hahahaha :-D
...aaahhh.... AIRPORT ! :-D

....er í vinnunni, stuð stuð stuð. Steindi klámhundur að fara á kostum.

...annars var ég að spá.. : Ætli allra fyrsta Focker 50 vélin hafi verið kölluð "the Mother Focker" ...??? ...bara pæling.

Árni og pabbi hans eru að fara á eftir að kaupa meira parket.... það er svo faaaaaallegt... OMG ! Breið borð, passa rosalega vel inn í gamla húsið okkar. Pabbi hans er búinn að vera ekkert smá góður að hjálpa okkur. Hörkutól, gamli kallinn :-)
Allt að verða svaka fínt hjá okkur... Samt pínu skrýtið að vera flutt.. Þetta tekur bara tíma.
Frosti er alveg að fíla nýja umhverfið, búinn að eignast fullt af vinum ... án gríns, það er einsog kettirnir á Akureyri sláist ekki... nudda sér bara uppvið hvorn annan og halda leynilega fundi í rjóðrum hér og þar.

Á morgun er ég í fríi, Árni líka. Ætlum að fara að skoða sófaborð, kaupa fleiri handklæði og þvottapoka og svona. Maður þarf víst að baða sig, ...meiraðsegja á Akureyri :-)

..svo er ég eitthvað að láta mig dreyma um að nenna að fara að hreyfa mig meira... Þarf að finna mér einhverja góða göngu leið. Taka könnunarleiðangur um nýja hverfið mitt. Það er líka komin svo glimmrandi fín blíða hérna hjá okkur :-)

...farin að vinna... ciao ciao
-Sunna.

mánudagur, maí 29, 2006

Hææææ umheimur ! :-D

Viti menn, Sunnfríður Markan er flutt til sjálfrar Akureyrar. Svona er þetta þegar maður verður svona hriiiikalega skotin ;-) .....við vorum búin að vera í fjarsambandi í ár... það er alveg nóg *hóst*
...en kallinn heitir Árni Valur og er ferðafrömuður.. 25 ára gamall, yndislegur, fyndinn, hávaxinn og fallegur (..og ælir sennilega þegar hann les þetta...hehehe)
Við festum kaup á húsi í gamla hverfinu "Eyrinni", það var byggt 1917 og svo byggt við 1923. Við þurfum reyndar voðalega lítið að gera fyrir það, fólkið sem við keyptum af var búið að gera það eiginlega allt upp. Svaka fallegt !
Ætla að búa til myndasíðu bráðum svo allir geti skoðað dýrðina.

Ég er komin með vinnu hjá Flugfélagi Íslands í farþegaþjónustunni... (er þar núna..að skrifa þetta ;)
Líkar rosalega vel, vinnufélagarnir allir meiraogminna geðveikir. Sem er hið besta mál.
Ótrúlega gaman líka að vinna á flugvelli, maður hittir svo mikið af allskonar fólki. Svo verður maður bara með sminkið svona í hjáverkum, það er fínt.

Læt þetta duga í bili...
Peace&Love
Sunna.