laugardagur, júlí 21, 2007

25 dagar í Justin...



....mikið væri nú gaman ef frænka mín hún Nelly Furtado yrði heiðursgestur :-)
*krossar fingur*

Ég er að vinna litla 13 tíma í dag. ....issss það er bara kökusneið.
Það er líka svo gaman í vinnunni... og bara 23 dagar í sumarfríið mitt. Sem ég ætla að nýta í hina margumtöluðum New York-ferð og flug og aftur flug, ...ætla að fara tvisvar á dag stundum. Ohhhh it´ll be sweeeeeeet :-D

Svo ætla ég einnig að hrinda í gang smá framleiðslu á hárskrautinu mín. Sem er orðið "semi-frægt" hérna í Höfustað Norðurlands.

Hér er það fyrsta sem ég gerði - ...og ekki það flottasta.



Það fallegasta er gyllt, gert úr gullperlum og gylltum hanahnakka... og að sjálfsögðu gullspöng, og er í eigu Berglindar mágkonu minnar.
Ég þarf að fara að herða mig í framleiðslunni. ...nefnilega komnar nokkrar pantanir OG ég var beðin að koma með þetta í "Frúna í Hamborg"... sem selur antík, second-hand föt og íslenska hönnun. Gaman :-D Gæti verið aukapeningur... yeahhh.

Ég þakka "áheyrnina",
-Sunna.

föstudagur, júlí 20, 2007

Jáhh,

Ég er bara búin að hafa það gott í einverunni. Lærði viðurstyggilega mikið, tók tvö próf í gær og kláraði það sem ég hafði sett sjálfri mér fyrir.
*klapp á bakið*

Var meiraðsegja svo dugleg að ég hafði tíma til að fara í klippingu, setja á mig smá brúnkukrem, lakka tásur....
Vaska upp, þvo þvott, setja nýjar myndir inná myndasíðuna OG horfa á 5 þætti úr 2.seríu af Rome.

Ég er by the way komin með algjört æði núna fyrir rómverskum kjólum. Og ég bara veit ekki hvar þetta endar. Svo flott snið og fallegar líningar og litir og efnin ...mmmmm... Allar konur verða gyðjur í svona kjólum - í alvörunni :) ......skiljiði hvað ég á við með æði... hehehehehe ?

Ehemm, já, ég hvet ykkur til að skoða nýju myndirnar. Ásamt því að búa til tvö ný albúm þá bætti ég inn nokkrum myndum í "Frostmundur Eyfjörð"-albúmið.

................núna er ég búin að vera í vinnunni í 2 klst. og 25 mín. Og klukkan er 07:11. Úfff.. ég er hrædd um að einhver verði orðin súr um hádegi ;-)

-Sunnhildur.

þriðjudagur, júlí 17, 2007

Jeminn !

Þessi mynd fær mig alltaf til að brosa :-)
Minntist á þessa mynd við Helenu systir á msn og hún vildi endilega sjá hana. Ég ákvað því að henda henni hérna inn, af því Helena systir mín er jú aðal !



..hehe..
Og gaman að geta líka glatt ykkur hin.

Sunnfríður verður ein heima frá og með fyrramálinu. Karlinn er að strjúka í borgina enn einusinni. Meiri malbiksrottan sem hann er ;)
....Reyndar er að hann að fara að vinna - en hvað með það.
Á meðan ætla ég að læra einsog skepna og framkvæma hinar ýmsustu fegrunaraðgerðir. Hver segir að maður þurfi að vera ljótur þó maður sé of upptekinn til að anda !?

Njótið dagsins,
-Sunna.

sunnudagur, júlí 15, 2007

Úthvíld :-)

Langþráðri hvíld var náð um helgina.

Á föstudaginn skelltum við okkur í Varmahlíð. Nánar tiltekið að Vindheimum til Bjössa og Evu.
Þau voru að fjölga mannkyninu fyrir örfáum vikum síðan, og þótti okkur nauðsynlegt að kíkja á snáðann. Sem þau hafa nefnt því fallega nafni Mikael Leó :-)

Það jafnast á við gistingu á 5 stjörnu hóteli að sækja þau skötuhjúin heim. Það var þvílíkt stjanað við okkur, maturinn var uuuunaður, bjórinn rann ljúflega niður og félagskapurinn toppaði auðvitað allt !

Við sváfum út á laugardaginn, og þegar við vöknuðum beið okkar þessi líka þvílíki morgun-/hádegismatur. Nammmm.....
Fljótlega eftir hádegi lögðum við svo af stað aftur til Akureyrar.
Við vorum hinsvegar ekki alveg tilbúin að segja skilið við þá sælu sem sveitinni fylgir og ákváðum að elda útá Björgum og gista þar í kyrrðinni.
Sunnfríður náði einhverjum 12 tímum ca. í svefn, hvorki meira né minna. Það má því segja að hún sé úthvíld og undirbúin fyrir stríð komandi viku.

_______________________________________________

Eftir nákvæmlega mánuð verð ég stödd í Nýju Jórvík með snillingnum henni Berglindi.
Tilhugsunin um þessa ferð er að halda í mér lífi þessa dagana. Það er alveg nauðsynlegt að hafa eitthvað að hlakka til ! Þá er maður frekar tilbúinn að keyra sig áfram... eða svo er það allavega með mig :-)

Takk í bili,
-Sunnalischa.