fimmtudagur, nóvember 15, 2007

Sumir tala um að "bera hjartað á erminni" ....

...ég ber ónæmiskerfið á andlitinu.

Elskuleg móðir mín spurði mig í gær hvort ég væri ekki frísk og svona ....jújújú það var ég.
...og hvað skeður. Sunni er veikur !

OG ...mjög oft þegar veikindi og stress þjaka mig brýst andlit mitt út í unaðslegum frunsum. Efri vör mín státar nú af frunsu sem er á stærð við Texas-fylki. Sem einsog gefur að skilja er alveg til að bæta lundina.
Aha !

-Sunnster.

sunnudagur, nóvember 11, 2007

Í dag er minn dagur - Sunnudagur

Gærkvöldið var afskaplega notalegt.
Kallinn undirbjó svefnherbergið undir málun og ég datt í þrusu hárskrautsfíling. Bjó til þrjú stykki, sem er rosaleg frammistaða.

Mér finnst SVO gaman að búa þetta til, ...ég hef bara ekki haft neinn gríðarlegan tíma aflögu undanfarið. En ég ákvað að gefa mér tíma í gær fyrst ég var í svona skapandi stuði.

...ohh... það verður ææææði þegar við verðum búin að mála svefnherbergið... Þetta verður svo flott. Við erum svoddan smekkfólk !
Fyrir ykkur sem eruð svo ólíklega að velta því fyrir ykkur þá langar okkur í dökk rúmföt í jólagjöf - dökkgræn helst - eða með dökkgrænu ívafi. Það er eitthvað svo kósý að hreiðra um sig í dökkum rúmfötum, ...dökku kósý laki og sængurfötum. Veit ekki hvað það er... en það er allavega alveg svakalega gott !

takk í dag,
-Sunna.