laugardagur, desember 09, 2006

HÓ HÓ HÓ !

Ég er aaalveg að verða búin með svona helsta jólaundirbúninginn. Skrifa jólakortin og pakka inn öllum stóóórkostlegu gjöfunum og skreyta heimilið.
Þetta er svakalega skemmtilegt. Ég ætla að reyna að baka aðeins líka :-) We´ll see.

Mér finnst hressandi að það sé farið að spila jólalögin á fullu.
Þau eru nú mörghver hálf ruglingsleg samt... Ég skil t.d. ekki þessa setningu :

"Ég kemst í hátíðarskap - þó úti séu snjór og krap."
......er snjór ekki jólalegur ? Það finnst mér að minnsta kosti.
Svo fatta ég ekki framhjáhaldsjólalagið "Ég sá mömmu kyssa jólasvein." :-)
Já þau eru mörg og misjöfn. Maður á sér sín uppáhalds. Mín eru t.d. "Snjókorn falla", og af einhverjum ástæðum hef ég alltaf haldið uppá lagið úr Home Alone "All alone on Christmas", svo má auðvitað ekki gleyma "Santa Baby" með Madonnu ! Úúúú og Boney M jólasullið. Það er hressandi.

Hér er svo eitt mjög skemmtilegt :



Já dúfurnar mínar, það styttist í ljósanna hátíð
*sæluandvarp*

-Sunnusveinn.

mánudagur, desember 04, 2006

20 DAGAR...

Til jóla :-)

Helgin er búin að vera voðalega notaleg. Hössi og Ragnhild komu til okkar á laugardaginn og ætla að stoppa fram í miðja viku. Með í för var auðvitað litli fallegi drengurinn þeirra - sem verður 3ja vikna á morgun.
Hann er ææææææði !!!

Í gær fór ég með Ástu og Hlyn í smá jólaleiðangur.
Fengum okkur ís og kíktum í Blómaval. Ég ætlaði að kaupa mér aðventukrans og fann einn mjög flottan. Svo ruddist framhjá einhver jussu sveitakelling og tók hann !!! ...og ég sagði ekki neitt. Algjör auli.
Keypti bara fallegar englaseríur í staðinn :-)
Svo skreytti ég smá þegar ég kom heim, voðalega kósý.
Ásta og Hlynur komu svo í mat. Alveg snilld að hafa allt þetta góða fólk hjá sér á sama tíma. Við sátum yfirleitt öll brosandi með störu á litla barnið.

Svo hrúguðum við okkur í sófann og horfðum á video. Yyyyndislegt.

Það er orðið afskaplega jólalegt í Höfuðstað Norðurlands. Búið að skreyta ljósastaurana og setja fullt af jólaseríum á trén í miðbænum. Mér finnst það svo gaman :-D
Svo er búið að kveikja á stóra jólatrénu á Ráðhústorgi :



bless í bili,
-Sunnsa.