laugardagur, október 27, 2007

....*sakn*....

Núna er elsku fólkið mitt, Friðrik brósi og Berglind "systir", á leiðinni í 3ja vikna verkefni í Papúa Nýju Gíneu.



Ég sáröfunda þau, um leið og ég er hrædd um að þau verði étin.
Það er stórvarasamt að vingast við mannætur.
Munið það krakkar !

Friður.
-Sunnita.

föstudagur, október 26, 2007

..hmmm...

Ég er að hugsa um að setja á mig brúnkukrem.



..ég er að hugsa um að setja það þá líka á handarbökin... svo ég verði ekki í brúnkuermum... einsog um daginn. Ehemmm...

-S.

þriðjudagur, október 23, 2007

....heili....

Ég sef einsog engill þessa dagana en...
Mig dreymir ævintýri um hreyfla og blöndunga.

Síðasta helgi var alveg yndisleg. Við höfðum það notalegt, um leið og við vorum úúber dugleg ! Lærðum einsog skepnur og elduðum dásamlegan mat. Árni var með hugann við sjóinn og ég við himininn. Svolítið fyndið, Árni að taka pungaprófið og ég í mínu stússi.
Og ég stóð við það sem ég sagði, ..ég var í jogging-galla og ullarsokkum aaaaaalla helgina :-) Og það var yndislegt !

Það eru langir dagar núna... þ.e.a.s þegar ég er að vinna. Þá vinn ég 12 tíma og fer svo í skólann til 23:00. Frídagarnir fara í lestur og verkefni ...það vill til að mér þykir gaman í vinnunni OG í skólanum svo þetta er í lagi.

...hafið það gott í dag.
-Sunns.