föstudagur, október 24, 2008

Góðan dag :)

Kellingin er mætt aftur í vinnuna eftir gott frí. Kom beint í kreisí-dag. Tvær þotur á stæði vegna ófærðar til KEF í nótt, Fokker og ...Fokker og Twin Otter... ég veit ekki hvað og hvað ! Stuð á stóru heimili.
Þetta þótti blaðasnápum og fréttadömum hið merkilegasta mál, og gefur hér að líta frétt á mbl þarsem meiraðsegja sést í örþreytt trýnið á mér ----> frétt frétt frétt....

Það hefur nú svosem ekki margt drifið á daga mína, nema smá lærdómur, kisukúr (Árni var á Grænlandi) og fáeinar ferðir í höfuðborgina.
Aðalfréttin verður að teljast sú að litla systir og hennar fíni fýr eignuðust sitt fyrsta barn fyrir um tveimur vikum síðan, lítinn strák, og ÉG ER SJÚK Í HANN :-D Hann er óskaplega fallegur og ég er strax farin að telja niður í að þau fari að senda hann norður til frænku sinnar á siglinganámskeið. Hahaha ;-) Svona er maður sorglegur.

Eigið góða helgi elskurnar,
p.s. ég er að leita mér að saumavél.

-Sunnfríður.