laugardagur, mars 17, 2007
föstudagur, mars 16, 2007
Góðan dag - hún er upprisin !
Það er ýmislegt í fréttum í dag.
Við þessu segji ég : "Frelsunin er hafin - brátt batnar heilabúið í þarlendum borgurum (jájá, ég veit - ekki allir slæmir). Væri ekki þjóðráð að fara með öll níu tonnin í Hvíta Húsið ?"
Við þessu segji ég : "Loksins !! ...löööngu tímabært."
Við þessu segji ég : "Gvuuuuð minn góður, Ekkert má ! ...ekki uxum við á trjánum !!! Svona höldum við mannkyninu gangandi - svona eignast fólk börn - svona eignast ömmur barnabörn ! SLAKIÐI Á !!!"
Við þessu segji ég : "...hmmm.. við hverju bjóst hún ? Engri athygli ? ....en ég er samt búin að fatta plottið hennar : Hún ætlar að ættleiða og ættleiða og ættleiða þangað við fáum ógeð og hættum að vilja fréttir af henni."
Við þessu segji ég : "Ha ? ..er ég að missa af einhverju ? ..nú veit ég ekkert hverjir eru "vondu kallarnir" !!! :-O"
...................................ekki er öll vitleysan eins ungarnir mínir.
Ég er allavega komin aftur til vinnu. Sem er afar gott ! Fín megrun að verða svona oft veikur. Svo er bara að halda þessu við - éta bara sellerí og drekka vatn með matarbragði - það er lausnin.
Eigið góða helgi.
-Sunns.
Það er ýmislegt í fréttum í dag.
Við þessu segji ég : "Frelsunin er hafin - brátt batnar heilabúið í þarlendum borgurum (jájá, ég veit - ekki allir slæmir). Væri ekki þjóðráð að fara með öll níu tonnin í Hvíta Húsið ?"
Við þessu segji ég : "Loksins !! ...löööngu tímabært."
Við þessu segji ég : "Gvuuuuð minn góður, Ekkert má ! ...ekki uxum við á trjánum !!! Svona höldum við mannkyninu gangandi - svona eignast fólk börn - svona eignast ömmur barnabörn ! SLAKIÐI Á !!!"
Við þessu segji ég : "...hmmm.. við hverju bjóst hún ? Engri athygli ? ....en ég er samt búin að fatta plottið hennar : Hún ætlar að ættleiða og ættleiða og ættleiða þangað við fáum ógeð og hættum að vilja fréttir af henni."
Við þessu segji ég : "Ha ? ..er ég að missa af einhverju ? ..nú veit ég ekkert hverjir eru "vondu kallarnir" !!! :-O"
...................................ekki er öll vitleysan eins ungarnir mínir.
Ég er allavega komin aftur til vinnu. Sem er afar gott ! Fín megrun að verða svona oft veikur. Svo er bara að halda þessu við - éta bara sellerí og drekka vatn með matarbragði - það er lausnin.
Eigið góða helgi.
-Sunns.
þriðjudagur, mars 13, 2007
Ég er í fýlu við umheiminn !
Er helvítis veik og ég þoli það ekki !!!! Þarf að húka inni og vera með ljótuna á háu stigi. Viðbjóður.
Það er yndislegt veður úti.. YNDISLEGT !
Ég gæti verið í vinnunni að tala við skemmtilegu kallana mína þar, og hlaupið af og til útá ramp og horft til fjalla rétt áður en ég labba aftur inn í flugstöð... dregið djúpt andann og hugsað : "Aaahhh... það er stutt í sumarið !" ...brosað með sjálfri mér, innilega, því það er jú á svona dögum sem lífið er bara eitthvað svo óútskýranlega gott, þrátt fyrir allt.
En neeeeeei, ég þurfti að ná mér í þúsundustu pestina Á ÞESSU ÁRI og ligg þar af leiðandi í rúminu. Stuð stuð stuð !
Greiniði reiði ??
..................að öðru :
Veit einhver um reiðhjól sem ég gæti keypt ? Þarf ekki að vera fallegt.. bara nothæft og ég nenni ekki að þurfa að láta gera við það.
Ég er búin að bíta í mig að ég VERÐ að eignast reiðhjól.
Sá sem reddar þessu fær verðlaun.
Yfir og út,
-Kafteinn Baktería.
Er helvítis veik og ég þoli það ekki !!!! Þarf að húka inni og vera með ljótuna á háu stigi. Viðbjóður.
Það er yndislegt veður úti.. YNDISLEGT !
Ég gæti verið í vinnunni að tala við skemmtilegu kallana mína þar, og hlaupið af og til útá ramp og horft til fjalla rétt áður en ég labba aftur inn í flugstöð... dregið djúpt andann og hugsað : "Aaahhh... það er stutt í sumarið !" ...brosað með sjálfri mér, innilega, því það er jú á svona dögum sem lífið er bara eitthvað svo óútskýranlega gott, þrátt fyrir allt.
En neeeeeei, ég þurfti að ná mér í þúsundustu pestina Á ÞESSU ÁRI og ligg þar af leiðandi í rúminu. Stuð stuð stuð !
Greiniði reiði ??
..................að öðru :
Veit einhver um reiðhjól sem ég gæti keypt ? Þarf ekki að vera fallegt.. bara nothæft og ég nenni ekki að þurfa að láta gera við það.
Ég er búin að bíta í mig að ég VERÐ að eignast reiðhjól.
Sá sem reddar þessu fær verðlaun.
Yfir og út,
-Kafteinn Baktería.