föstudagur, desember 21, 2007

...Nýtt bloggnafn... sama röddin.

Hehe...
Ég er að reyna að kæta mig. Svo ég verði ekki vélsagargeðsjúklingurinn sem skaðaði Flugmálastjórn.

Já krakkar,... einsog mér gekk nú vel í skólaprófunum (sem áttu að vera erfiðari en FMS prófin btw) ...þá gekk mér ekki eins vel á miðvikud. Náði 2 af 5. Féll með 7 í tveimur - maður verður að fá 7,5 ...svo það munaði einni sp. á báðum prófunum. MOTHA FUCK !!!

Eeeen það þýðir ekki að gráta yfir niðurhelltri mjólk. Ég massa þetta bara í janúar. ...ég veit hvað ég kann efnið vel, og ég finn enn betur núna eftir þennan skell hvað ég vil svaaaakalega mikið klára þetta.
____________________________________________________

En fyrir ykkur sem eruð ekki alveg með á nótunum, þá eru að koma jól. Það er allt reddí hjá okkur skötuhjúunum - jólin mega koma okkar vegna :-) Það er "örlítill" spenningur farinn að gera vart við sig... thíhíhí...

Við verðum í sveitinni á Aðfangadag. Það er yndislega kósý. Ohhh, ég hlakka svo til !!! - er að vinna um helgina svo kannski verður tíminn fljótur að líða :-D

Maður á að líta á björtu hliðarnar. Það er auðveldara og ekki eins orkufrekt fyrir sálina.
Þetta geðheilsuráð var í boði Dr. Sunnfríðar Schuiöth.

-S.